fbpx
Menning

Kassinn – Íslenskt sýndarveruleikhús fyrir einn áhorfanda í einu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 15:00

Kassinn er gagnvirkt leikverk í sýndarveruleika sem fer fram í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. júlí og laugardaginn 7. júlí og er hluti af Reykjavík Fringe hátíðinni.

Leiksýningin er aðeins fyrir einn áhorfanda í einu og er ekki nema um 15-20 mínútur að lengd. Hver áhorfandi fær sýndarveruleikagleraugu og upplifir síðan sögu í óraunverulegum heimi, með hjálp leikara sem birtist innan sýndarveruleikans. Leikari og áhorfandi geta átt í samskiptum, og getur áhorfandinn haft áhrif á umhverfi sitt og framvindu sögunnar.

Viðburðahópurinn Huldufugl, sem samanstendur af Owen Hindley og Nönnu Gunnars, er á bakvið sýninguna. Owen skapar sýndarveruleikann, en Nanna sér um talsetningu fyrir verkið. Þar að auki er Ástþór Ágústsson leikari sýningarinnar en framvinda sögunnar er sköpunarverk furðusagna rithöfundarins Alexander Dan, sem er líka með annað verk á RVK Fringe hátíðinni, Vættir. Tónlistarhöfundurinn Íris Þórarins semur tónlist verksins, en hún kemur einnig fram undir nafninu ÍRiiS á RVK Fringe þar sem hún spilar tónlist við tölvuleikinn ABZÚ.

Kassinn er í stöðugri þróun. Fyrst var verkið sýnt sem leikverk á Uppsprettunni, en var svo breytt í sýndarveruleikhús fyrir Menningarnótt í fyrra, en hefur þróast mikið síðan og sagan umbreyst. Sýningin sem var haldin á Menningarnótt var fyrsta leiksýning Íslands sem fór fram innan sýndarveruleika.

Frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburði Kassans og miðasala fer fram á tix.is.

Athugið að aðeins eru 24 miðar í boði, 1 miði á 20 mínútna fresti milli kl 19 og 23 þann 6. júlí og milli kl 13 og 17 þann 7. júlí. Miðarnar eru byrjaðir að rjúka út fljótt!

Reykjavík Fringe Festival er fjöllistahátíð þar sem alls kyns verk eru í boði, þar með talið leiksýningar, danssýningar, málverkasýningar, innsetningar, námskeið, uppistand, kabarett, dragsýningar, kvikmyndasýningar og fleira.

Kassinn er eina sýning hátíðarinnar sem notast við sýndarveruleika, enda er það nokkuð ný hugmynd að bjóða upp á leiksýningar innan sýndarveruleika og aðeins eru til örfá dæmi um slíkar sýningar.

RVK Fringe hefur yfir 130 sýningar með yfir 50 listahópum sem eiga sér stað dagana 4.-8. júlí. Bæði er hægt að versla hátíðarpassa sem gildir á allar sýningar hátíðarinnar, og veitir handhöfum afslátt á börum hátíðarinnar, en einnig er hægt að kaupa miða á einstaka sýningar.

Hátíðarpassi kostar 9.900 kr og fæst á tix.is og í miðasölu Tjarnarbíó.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Menning
Fyrir 2 dögum

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can
Menning
Fyrir 2 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“
Menning
Fyrir 3 dögum

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins
Menning
Fyrir 3 dögum

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“
Menning
Fyrir 4 dögum

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund
Menning
Fyrir 4 dögum

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli