fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kassinn – Íslenskt sýndarveruleikhús fyrir einn áhorfanda í einu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kassinn er gagnvirkt leikverk í sýndarveruleika sem fer fram í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. júlí og laugardaginn 7. júlí og er hluti af Reykjavík Fringe hátíðinni.

Leiksýningin er aðeins fyrir einn áhorfanda í einu og er ekki nema um 15-20 mínútur að lengd. Hver áhorfandi fær sýndarveruleikagleraugu og upplifir síðan sögu í óraunverulegum heimi, með hjálp leikara sem birtist innan sýndarveruleikans. Leikari og áhorfandi geta átt í samskiptum, og getur áhorfandinn haft áhrif á umhverfi sitt og framvindu sögunnar.

Viðburðahópurinn Huldufugl, sem samanstendur af Owen Hindley og Nönnu Gunnars, er á bakvið sýninguna. Owen skapar sýndarveruleikann, en Nanna sér um talsetningu fyrir verkið. Þar að auki er Ástþór Ágústsson leikari sýningarinnar en framvinda sögunnar er sköpunarverk furðusagna rithöfundarins Alexander Dan, sem er líka með annað verk á RVK Fringe hátíðinni, Vættir. Tónlistarhöfundurinn Íris Þórarins semur tónlist verksins, en hún kemur einnig fram undir nafninu ÍRiiS á RVK Fringe þar sem hún spilar tónlist við tölvuleikinn ABZÚ.

Kassinn er í stöðugri þróun. Fyrst var verkið sýnt sem leikverk á Uppsprettunni, en var svo breytt í sýndarveruleikhús fyrir Menningarnótt í fyrra, en hefur þróast mikið síðan og sagan umbreyst. Sýningin sem var haldin á Menningarnótt var fyrsta leiksýning Íslands sem fór fram innan sýndarveruleika.

Frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburði Kassans og miðasala fer fram á tix.is.

Athugið að aðeins eru 24 miðar í boði, 1 miði á 20 mínútna fresti milli kl 19 og 23 þann 6. júlí og milli kl 13 og 17 þann 7. júlí. Miðarnar eru byrjaðir að rjúka út fljótt!

Reykjavík Fringe Festival er fjöllistahátíð þar sem alls kyns verk eru í boði, þar með talið leiksýningar, danssýningar, málverkasýningar, innsetningar, námskeið, uppistand, kabarett, dragsýningar, kvikmyndasýningar og fleira.

Kassinn er eina sýning hátíðarinnar sem notast við sýndarveruleika, enda er það nokkuð ný hugmynd að bjóða upp á leiksýningar innan sýndarveruleika og aðeins eru til örfá dæmi um slíkar sýningar.

RVK Fringe hefur yfir 130 sýningar með yfir 50 listahópum sem eiga sér stað dagana 4.-8. júlí. Bæði er hægt að versla hátíðarpassa sem gildir á allar sýningar hátíðarinnar, og veitir handhöfum afslátt á börum hátíðarinnar, en einnig er hægt að kaupa miða á einstaka sýningar.

Hátíðarpassi kostar 9.900 kr og fæst á tix.is og í miðasölu Tjarnarbíó.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?