Menning

Stórtónleikar Guns ‘N Roses að hefjast – Sjáðu fjöldann sem bíður eftir að komast inn á svæðið

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 19:12

Spenningurinn logar fyrir stærstu tónleika Íslandssögunnar þar sem rokkhljómsveitin Guns ‘N Roses leggja undir sig Laugardalinn. Reiknað er með tæplega 27 þúsund manns á viðburðinn og bíður núna mikill fjöldi fólks eftir að komast inn á tónleikasvæðið.

Röðin var komin lagt framhjá gatnamótum Suðurlandsbrautar og Vegmúla þegar texti þessi er ritaður. Þá er hljómsveitin Brain Police í fullum gangi að hita upp fyrir stóra númerið.

Tónleikarnir hófust kl. 18 og opnaði svæðið um klukkutíma fyrr. Vitaskuld ríkir mikil gæsla á svæðinu en röðin stóra hefur gengið greiðlega fyrir sig.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir af röðinni og tryllta lýðnum.

Eyjólfur Ágúst Finnsson er duglegur að sækja tónleika, hér heima og erlendis. Hann bíður spenntur ásamt 75% tónleikagesta, að hans sögn, í röðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi
Menning
Fyrir 4 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 6 dögum

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja
Menning
Fyrir 6 dögum

Íslensku listaverki stolið í Bandaríkjunum – Tökulið Tom Hanks yfirheyrt

Íslensku listaverki stolið í Bandaríkjunum – Tökulið Tom Hanks yfirheyrt
Menning
Fyrir 1 viku

Gakktu með á vit hinsegin bókmennta í miðborginni

Gakktu með á vit hinsegin bókmennta í miðborginni
Menning
Fyrir 1 viku

Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – níunda vika að hefjast

Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – níunda vika að hefjast