Menning

Innipúkinn hátíð í miðborg Reykjavíkur – Mugison, Svala, JóiP X Króli og fleiri koma fram

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 13:00

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Innipúkinn verður haldinn í 17. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hófst á föstudag og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynntu fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár.Hátíðin fer að sjálfsögðu að stærstum hluta fram innandyra og það er því engin ástæða til að hafa áhyggjur af veðurspá á Innipúkanum.

Dagskráin í ár er einstaklega glæsileg fjölbreytt, en meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru: Jói P x Króli, Svala, Logi Pedro, GRL PWR (Salka Sól, Elísabet Ormslev, Karitas Harpa, Karó, Stefanía Svavars og Þuríður Blær) og Mugison sem snýr aftur og leikur á hátíðinni eftir margra ára fjarveru.

Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum sem liggja við Naustin í Kvosinni. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 3.-5. ágúst.

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Líkt og undanfarin ár er ráðgert að standa fyrir ókeypis götuhátíðardagskrá yfir hátíðardagana í nálægð við tónleikastaðina. „Vonandi verður hægt að loka götunni milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár, en annars er verið að skoða aðra möguleika. Á götuhátíðinni má gera má ráð fyrir gamalreyndum púka-dagskrárliðum á borð við pöbbkviss Innipúkans og árlegum listamarkaði, ásamt plötusnúðum og veitingasölu,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda Innipúkans. „Síðustu ár hefur verið uppselt á Innipúkann – og því um að gera tryggja sér miða í tíma.“

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Á meðal þeirra listamanna sem koma fram á Innipúkanum eru:
– Bjartar sveiflur
– Bríet
– GDRN
– Geisha Cartel
– GRL PWR
– Hatari
– JóiPé x Króli
– Logi Pedro
– Mugison
– Prins Póló
– Rari Boys
– Svala
– Sykur
– Une Misère
– Yung Nigo Drippin

Fleiri nöfn verða tilkynnt á næstu vikum.

Miðasala á hátíðina er nú hafin á Tix.is og armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld. Götuhátíðardagskráin sem fram fer yfir daginn er ókeypis og opin öllum.

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 3 dögum

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki
Menning
Fyrir 3 dögum

Óttinn – Stundum vill fyrsta ástin ekki sleppa tökunum

Óttinn – Stundum vill fyrsta ástin ekki sleppa tökunum
Menning
Fyrir 5 dögum

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!
Menning
Fyrir 5 dögum

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út
Menning
Fyrir 6 dögum

NETFLIX – Olivia Colman er ný Englandsdrottning

NETFLIX – Olivia Colman er ný Englandsdrottning
Menning
Fyrir 6 dögum

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð
Menning
Fyrir 1 viku

Rokkhátíðin Eistnaflug býður upp á fleira en rokk – Sjósund, jóga, fyrirlestrar, hlaup

Rokkhátíðin Eistnaflug býður upp á fleira en rokk – Sjósund, jóga, fyrirlestrar, hlaup
Menning
Fyrir 1 viku

Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“

Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“