fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hinn margverðlaunaði Los Angeles Children’s Chorus gestur Alþjóðlegs orgelsumars í kvöld- Frumflytja verk eftir Daníel Bjarnason

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Los Angeles Children’s Choir, sem hefur hlotið mikið lof fyrir einstakan „bel canto“ söng sinn er gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Alþjóðlegs orgelsumars 2018 í kvöld kl. 20.

Kórinn, sem kemur við hér á leið sinni í tónleikaferðalag til Noregs hefur fengið frábærar umsagnir meðal annars frá heimsþekktum tónlistarmönnum eins og Esa- Pekka Sallonen og Placido Domingo.

Kórinn var stofnaður árið 1986 en frá 1996 hefur Anne Tomlinson stjórnað kórnum og með þessari ferð lýkur störfum hennar með LACC kórnum, sem hefur náð ótrúlegum listrænum árangri undir hennar stjórn síðastliðin 22 ár.

Kórinn heldur jafnan tónleika á sínum eigin vegum en hefur einnig reglulega komið fram með frægum hljómsveitum eins og Los Angeles Philharmonic, Hollywood Bowl Orchestra, kammersveit LA og LA óperunni. Kórinn hefur ferðast til Suður og Norður Ameríku, Ástralíu, Kúbu, Japan, Nýja Sjálands, Afríku og Evrópu.

Árið 2014 hlaut kórinn Margaret Hillis Award for Choral Excellence, sem eru æðstu verðlaun sem kór getur hlotnast í USA. Þá hefur kórinn komið oft fram í sjónvarpi og útvarpi og sungið inn á fjölmargar upptökur meðal ananrs hjá Decca og með Placido Domingo hjá Deutsche Grammophon.

Á tónleikunum í Hallgrímskirkju verður frumflutt verk eftir Daníel Bjarnason, sem kórinn pantaði í tilefni af tónleikaferð sinni.

Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klais- orgelið með kórnum í nokkrum verkum, meðal annars Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J.S. Bach, en píanóleikari kórsins Twyla Meyer er líka með í för.

Einnig kemur fram hópur ungmenna undir nafni „Hallgrímskirkja Youth Ensemble,“ en þau koma úr nokkrum kórum á höfuðborgarsvæðinu og syngja með kórnum í 2 lögum. Ása Valgerður Sigurðardóttir barnakórstjóri hefur þjálfað þau fyrir þessa tónleika.

Miðaverð er 2.500 kr og er miðasala við innganginn klst. fyrir tónleikana. Einnig eru miðar seldir á midi.is. Ókeypis er fyrir börn á tónleikana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“