Menning

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 19:15

Ný stikla fyrir kvikmyndina Bohemian Rhapsody kom út í dag.

Í henni má meðal annars sjá þegar meðlimir Queen hittast í fyrsta sinn og áhorfendur eru einnig kynntir fyrir Mary Austin (Lucy Boyton), lífsförunauti og vini Mercury.

Lög Queen heyrast, eins og We Are The Champions og We Will Rock You.

Kvikmyndin einblínir á fyrstu ár Queen fram að goðsagnakenndum flutningi þeirra á Live Aid tónleikunum árið 1985, og áherslan er á líf Mercury sem lést árið 1991.

Rami Malek leikur Mercury, aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Brian May (Gwilym Lee), Roger Taylor (Ben Hardy) og John Deacon (Joseph Mazzello).

Það skemmtilega er að Mike Myers verður í kameó hlutverki í myndinni, en eitt af þekktari atriðum hans úr kvikmynd er í Wayne´s World þegar hann og vinir hans syngja Bohemian Rhapsody í upphafsatriði myndarinnar. Atriðið er orðið jafn þekkt og Queen lagið sjálft.

Mercury sjálfur samþykkti atriðið, en í viðtali við Rolling Stones kom fram að Myers hringdi á sínum tíma í Brian May gítarleikara og sagðist vera með þessa hugmynd. May samþykkti hana og þá spurði Myers hvort að Mercury vildi heyra það. „Freddie var mjög veikur á þessum tíma en ég sagði að ég væri viss um að hann vildi það. Myers lét mig hafa myndband sem ég fór með til Freddie, sem elskaði atriðið, skellihló og sagði að þetta væri frábært lítið myndband,“ segir May.

Bohemian Rhapsody er frumsýnd hér á landi 26. desember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

„Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu

„Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu
Menning
Fyrir 2 dögum

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi
Menning
Fyrir 5 dögum

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja
Menning
Fyrir 5 dögum

Íslensku listaverki stolið í Bandaríkjunum – Tökulið Tom Hanks yfirheyrt

Íslensku listaverki stolið í Bandaríkjunum – Tökulið Tom Hanks yfirheyrt
Menning
Fyrir 6 dögum

Tónleikasýning Lady Gaga byrjar í Las Vegas í desember

Tónleikasýning Lady Gaga byrjar í Las Vegas í desember
Menning
Fyrir 6 dögum

Stórval í 110 ár í Hofi

Stórval í 110 ár í Hofi
Menning
Fyrir 1 viku

Loksins er lag Hinsegin daga – Loksins fann ég regnbogann í mér

Loksins er lag Hinsegin daga – Loksins fann ég regnbogann í mér
Menning
Fyrir 1 viku

Hildur Vala og Jón Ólafs hefja síðsumarstónleika í Svarfaðardal

Hildur Vala og Jón Ólafs hefja síðsumarstónleika í Svarfaðardal