Menning

Komdu með í dáleiðandi hringferð um landið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 15:00

Skúli Arason, Sigurbjörn Már Valdimarsson og Böðvar Þór Unnarsson. Mynd: Skúli Arason

Hringferðin, verk eftir Böðvar Þór Unnarsson með tónlist Sigurbjörns Más Valdimarssonar og Skúla Arasonar, sem vinna undir nafninu Flekaskil, er komin á YouTube.

Myndin er dáleiðandi hringferð um Ísland með tónlist sem smellpassar við hið mismunandi landslag og veður sem á sér stað á þessari hraðskreiðu yfirferð en í myndinni eru teknir tveir hringvegir á klukkutíma, einn suðurhringur og einn norðurhringur.

Skúli og Sigurbjörn eru einnig meðlimir í Flekum, sem hafa gefið út nokkur lög og er plata væntanlega frá þeim í haust.

Það er tilvalið að koma sér vel fyrir og upplifa hringveginn án þess að fara neitt; enginn eldsneytiskostnaður og ekkert vesen.

Platan er einnig á Spotify.

Facebooksíða Fleka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 4 dögum

Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag – Segir ekki neitt

Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag – Segir ekki neitt
Menning
Fyrir 1 viku

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“
Menning
Fyrir 1 viku

Siggi Gunnars skrifar um hinsegin hetjur í poppheimum – Lagalistar sem koma okkur í Hinsegin stuð

Siggi Gunnars skrifar um hinsegin hetjur í poppheimum – Lagalistar sem koma okkur í Hinsegin stuð