Menning

Vinnuslys Jeremy Renner breytti öllu: Með tölvuteiknaða handleggi í nýrri kvikmynd

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 20:00

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner lenti í óhappi við tökur á gamanmyndinni Tag og braut báða handleggi. Þetta staðfesti Jon Hamm, mótleikari hans í myndinni, í spjalli við Ellen DeGeneres þar sem hann sló á létta strengi.


„Jeremy braut báða handleggi á sama tíma,“ segir Hamm. „Þetta var á þriðja tökudegi myndarinnar og við áttum 40 eftir. Hafið það í huga að hér er maður sem hefur gert hundrað Avengers-myndir og ekkert komið fyrir. Svo leikur hann í kvikmynd sem fjallar um að spila „Klukk“ og þá brotnar hann eins og eldspýta.“

Hamm bætti við að slysið hafi ekki hindrað tökur myndarinnar, þrátt fyrir að vandamálið hafi verið leyst með óvenjulegum hætti. Renner hélt áfram að sinna tökum en þá var hann bundinn grænu gifsi sem stæði til að þurrka út í eftirvinnslu, svo hægt væri að teikna nýja handleggi með aðstoð tölvubrellna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík vinna hefur farið fram við leikara á stórmynd og skyldi sjást í sauma þessara brellna geta bíógestir leikið sér að koma auga á gerviarma Renners.

Tag er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá vinahópi fyrrum bekkjafélaga sem ár hvert skipuleggja metnaðarfullan „klukk-leik“, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt.

Renner og Hamm fara með helstu hlutverk myndarinnar ásamt Ed Helms, Jake Johnson, Islu Fisher og Hannibal Buress. Myndin verður frumsýnd hér á landi í lok júnímánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 3 dögum

Kristborg Bóel býður á trúnó

Kristborg Bóel býður á trúnó
Menning
Fyrir 3 dögum

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti
Menning
Fyrir 4 dögum

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“
Menning
Fyrir 5 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 6 dögum

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku