Menning

Frægar vinkonur á sýningu Adrift

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. júní 2018 21:30

Það styttist í að við Íslendingar fáum að sjá nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, en myndin er frumsýnd 13. júní næstkomandi.

Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum leikkonunnar Shailene Woodley og í gær var þessi skemmtilega mynd tekin þegar vinkonur hennar og samstarfskonur í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies mættu á sýningu myndarinnar.


Zoe Isabella Kravitz, Reese Witherspoon, Laura Dern og Shailene Woodley.

„Þvílíkt kvöld,“ segir Reese Witherspoon á Instagram. „Adrift gerði mig orðlausa. Þessi magnaða sanna saga, ég sat á sætisbrúninni og hvatti Shailene og Sam áfram þar sem þau eru úti á reginhafi bjargarlaus. Shailene er gjörsamlega mögnuð í sjaldséðu hlutverki konu gegn náttúruöflunum. Þú verður að sjá þessa mynd.“

Tökur á annarri seríu af Big Little Lies standa nú yfir, en fyrri/fyrsta þáttaröðin sló í gegn bæði hjá aðdáendum og gagnrýnendum og vann meðal annars átta Emmy verðlaun og fern Golden Globe verðlaun. Upphaflega átti aðeins að vera um staka sex þátta þáttaröð að ræða, en vegna vinsælda var ákveðið að taka upp aðra þáttaröð sem innihalda mun sjö þætti og kemur hún í sýningu árið 2019.

En þrátt fyrir annríki er alltaf tími til að mæta og styðja vini sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir einni viku

Skjárýnirinn: „Undanfarið hef ég legið yfir Peep Show“

Skjárýnirinn: „Undanfarið hef ég legið yfir Peep Show“
Menning
Fyrir 8 dögum

Jói G. leikur í sænskum spennuþáttum: Rig 45 – Agatha mætir Alien

Jói G. leikur í sænskum spennuþáttum: Rig 45 – Agatha mætir Alien
Menning
Fyrir 10 dögum

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning
Menning
Fyrir 11 dögum

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað
Menning
Fyrir 11 dögum

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður
Menning
Fyrir 12 dögum

Horfðu á HM í bíó: HÚ í Paradís

Horfðu á HM í bíó: HÚ í Paradís
Menning
Fyrir 16 dögum

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey
Menning
Fyrir 16 dögum

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino