fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Baltasar Kormákur á sviði: Hóf leikstjóraferilinn með söngleik

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur vakti fyrst athygli er hann hreppti hlutverk Rómeós í Shakespeareverkinu Rómeó og Júlía. Fyrir marga upprennandi leikara er það draumur mikill að spreyta sig á sviði í sígildu verki leikskáldsins. Svo sannarlega var slegist um hlutverkið þegar Þjóðleikhúsið setti upp Rómeó og Júlíu árið 1991. Það var Baltasar hreppti hnossið og má segja að síðan hafi leiðin legið upp á við.

Nú hefur Baltasar lokið við sína tólftu kvikmynd, fimmtu svonefndu Hollywood-mynd sína, og siglir næst í för með Hugh Jackman við tökur á kvikmyndinni The Good Spy. Áður en Baltasar varð fyrstur íslenskra manna til þess að kalla sig leikstjóra stórmynda á Hollywood-markaðnum, hóf hann feril sinn sem leikstjóri sviðssýninga. Það sem síður er rætt í dag er innkoma Baltasars á svið sem leikstjóri og tilheyrandi hæfileikar fyrir söngleikjum og jafnvel barnasöngleikjum. Því er stórt spurt hvort eða hvenær maðurinn kvikmyndi eitt stykki söngleik eða hlaði í eina fjölskyldumynd á komandi árum.

Hvað leikstjóraferilinn á sviði varðar fór Baltasar yfir víðan völl og setti meðal annars á svið ýmis stórvirki klassískra leikbókmennta eftir Shakespeare, John Ford, Ibsen og Tsjekhov. Skoðum nánar þær slóðir sem leikstjórinn hefur fetað.

 

Upp á hár

Söngleikurinn Hárið var frumraun Baltasars Kormáks sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi. Þetta var árið 1994 og sá Baltasar einnig um
framleiðslu og leikgerð sýningarinnar ásamt Davíð Þór Jónssyni. Þetta var umfangsmikil uppsetning, stútfull af flottum leikurum og komu kringum áttatíu manns nálægt undirbúningnum á einhvern hátt. Sýningin hlaut góðar undirtektir áhorfenda og fengu þeir Baltasar og Davíð Þór að leika sér talsvert að hráefninu. Aukin áhersla var lögð á slæmar afleiðingar sýrunotkunar frá því sem áður var og þótti það gríðarlega djarft af okkar mönnum.

Lifi Rocky

Þessi frægi og lostafulli söngleikur hefur lengi verið vinsælt viðfangsefni hjá leikhúsum og muna sjálfsagt margir eftir sýningunni sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum árið 1995. Leikhópurinn þá var ekkert slakari en sá sem hefur prýtt Borgarleikhúsið á þessu ári, en á þessum tíma fór Helgi Björnsson með túlkun Frank-N-Furters, Björn Jörundur Friðbjörnsson lék Riff Raff og Hilmir Snær Guðnason og Valgerður Guðnadóttir léku Brad og Janet.

Enginn latur á þessum bæ

Uppsetning Baltasars á Áfram Latibær frá Magnúsi Scheving trekkti að sér ófáar fjölskyldurnar og lifði lengi á myndbandi. Bækur Magnúsar voru orðnar stórvinsælar og vörumerkið sem stuðlar að hollari lífsstíl var komið á gott skrið. Uppsetningin hitti beint í mark hjá börnum með andrúmslofti, hljóðbrellum og leikmyndum í stíl við lifandi teiknimynd, eins og Latibær á að vera. Scheving lék sínar bestu listir sem Íþróttaálfurinn í fyrsta sinn, þótt söngröddina hafi vissulega mátt slípa, en Sigurjón Kjartansson átti sögulega túlkun sem Maggi mjói og hitti Selma Björnsdóttir í mark sem upprunalega útgáfa Sollu stirðu.
Leiksýningin var frumsýnd veturinn 1996 í Loftkastalanum sællar minningar. Nokkrum árum síðar var frumsýnt framhaldsleikritið Glanni glæpur í Latabæ í Þjóðleikhúsinu (og svo enn síðar sýningin Latibær, árið 2014) en Baltasar kom hvergi að þeirri sýningu. Hins vegar hafði hann ekki sagt skilið við söngleikjageirann eða fjölskylduhópana.

Genginn í skrípó

Það var ríkjandi tímabil á Íslandi þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson gekk undir nafninu Skari skrípó, töframaður með þekkingu á sprelli og skrautlegri sviðsframkomu. Sýning þeirra Baltasars í Loftkastalanum var vel sótt og Skari skrípó fór að birtast víða. Þeir Óskar unnu síðar saman að spennumyndinni Reykjavík-Rotterdam sem kom út 2008, en leikstjórinn lét sjálfur vaða í bandaríska, stjörnum prýdda endurgerð á þeirri mynd, aðeins fjórum árum síðar.

Unglingar í glæponagír

Þessi geysilega metnaðarfulla og líflega sýning var afhjúpuð árið 1998 (þremur árum eftir að Skólarapp var komið í koll landans) og fór 14 ára gamall Þorvaldur Davíð Kristjánsson á kostum í titilhlutverki söngglaða glæponsins sem flækist í kostulegt klíkustríð gangstera. Sýningin er byggð á samnefndum söngleik frá Alan Parker og hélt Baltasar að sjálfsögðu í þá hefð að hafa einungis börn og unglinga í hlutverkunum. Líflegir textar, grípandi lög, skemmtilegar sögubreytingar og hresst samspil leikaranna einkenndi þetta fína sviðsverk. Svo má auðvitað ekki gleyma rjómabyssunum.

Skuld Þjóðleikhússins

Söngleikurinn Rent eftir Jonathan Larson var næst fyrir valinu, rétt fyrir aldamótin. Söngleikurinn er upphaflega byggður á óperunni La Boheme eftir Puccini og fjallar um daglegt líf nokkurra vina í New York-borg, en vinirnir berjast í sameiningu við að eiga fyrir húsaleigunni. Persónur verksins eru listamenn sem sækjast eftir frægð og frama, en þurfa á sama tíma að takast á við fátækt, sorgir og alnæmi, svo fátt eitt sé nefnt. Með helstu hlutverkin í sýningunni Skuld fóru Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Jörundur og Brynhildur Guðjónsdóttir.

Kóngur í Kaupmannahöfn

Baltas­ar setti Hamlet upp á sviði í Þjóðleik­hús­inu haustið 1997 og varð sú sýn­ing mjög um­töluð og ekki síður umfangsmikil. Í kjöl­farið fékk hann til­boð frá Borg­ar­leik­hús­inu í Óðinsvé­um og Kon­ung­lega leik­hús­inu í Kaup­manna­höfn um að setja sýn­ing­una einnig upp þar. Að sýn­ing­unni í Óðinsvé­um störfuðu, auk Baltas­ars, lit­háíski leik­mynda- og bún­inga­hönnuður­inn Vytautas Nar­butas og Fil­ipp­ía Elís­dótt­ir bún­inga­hönnuður, en þau sáu einnig um leik­mynd og bún­inga í upp­færsl­unni í Þjóðleik­hús­inu. Uppfærslan hlaut frábæra dóma og var danska pressan yfir sig hrifin.

Það kom allt

Leikgerð Baltasars Kormáks á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 26. febrúar 2004.
Sýningin hlaut Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, sem sýning ársins. Þeir Baltasar og Hallgrímur höfðu áður unnið saman að fyrstu kvikmynd Baltasars, 101 Reykjavík, fjórum árum áður en sú mynd er unnin upp úr samnefndri skáldsögu höfundarins.

Ibsen á yngri árum

Pétur Gautur eða Peer Gynt, eins og verkið heitir á ensku, var Baltasar vel kunnugt. Sýning hans frá árinu 2007 var ekki í fyrsta sinn sem leikstjórinn spreytti sig á þessu öndvegisverki leikhúsbókmenntanna eftir frumkvöðulinn Henrik Ibsen. Baltasar tók einnig þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu árið 1991. Það var þá fyrsta verkefni hans með Þjóðleikhúsinu. Ætli það sé þá ekki bara beint á hvíta tjaldið með þetta næst?

Bæði á sviði og í bíói

Ívanov var fyrsta leikrit Tsjekhovs og var fyrst sett á svið árið 1887. Hilmir Snær Guðnason fór með titilhlutverkið, hlutverk hins lífsþreytta, hálffertuga Ívanovs og vandamál hans, samskipti við hitt kynið og komplexa. Konurnar í lífi hans léku Margrét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir. Aðrir leikarar í sýningunni voru Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Þess má einnig geta að sýningin í Þjóðleikhúsinu var frumsýnd 2007 og var eins konar systurverkefni kvikmyndarinnar Brúðgumans sem byggir á sama verki og var kvikmynduð í Flatey á Breiðafirði, með sama leikhópi og listrænu stjórnendum, sumarið á undan. Sú mynd kom út snemma 2008 og var ein tekjuhæsta mynd Íslands þess árs.

 

Sturluð fóstbræðrasaga

Um miðja síðustu öld skrifaði Halldór Laxness Gerplu og sagði þar sögu þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds á nýjan hátt. Höfundurinn lagðist í að afhelga hugmyndir okkar um söguöldina og hetjur hennar, en um leið blés hann nýju lífi í samband þjóðarinnar við bókmenntaarfinn. Þessi skáldsaga Halldórs hafði aldrei áður ratað á svið fyrr en árið 2010 þegar Baltasar tók að sér verkið fyrir Þjóðleikhúsið. Leikgerðina gerðu þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson leikari í samvinnu við leikhópinn. Með hlutverk fóstbræðranna fóru Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors.

 

 

Aðsókn á Hollywood-myndir Baltasars

Everest (2015)
Kostnaður: 55 milljónir
Aðsókn á heimsvísu: $203,4 milljónir

2 Guns (2013)
Kostnaður: 61 milljón
Aðsókn á heimsvísu: $132 milljónir

Contraband (2012)
Kostnaður: 25 milljónir
Aðsókn á heimsvísu: $96 milljónir

Adrift (2018)
Kostnaður: 35 milljónir
Aðsókn á heimsvísu: 25 milljónir

Inhale (2010)
Kostnaður: 10 milljónir
Aðsókn á heimsvísu: 56 þúsund dalir

 

Kvikmyndir Baltasars á Íslandi eftir aðsókn

Mýrin (2006) – 84.445 manns
Hafið (2002) 57.626 manns
Brúðguminn (2008) 55.300 manns
Djúpið (2012) 50.280 manns
Eiðurinn (2017) 47.492 manns
101 Reykjavík (2000) 26.902 manns
A Little Trip to Heaven (2005) 15.461 manns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum