Menning

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 14:00

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst laugardaginn 16. júní næstkomandi, en um er að ræða glæsilega tónlistarveislu með 40 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar og vandaður kórsöngur fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með fernum tónleikum á viku frá 16. júní til 19. ágúst 2018 gefst gestum Alþjóðlegs orgelsumars tækifæri til að hlýða á mjög fjölbreytta orgeltónlist, en framúrskarandi organistar frá 9 þjóðlöndum leika á Klais orgel Hallgímskirkju sem er pípuorgel af fullkomnustu gerð og þykir eitt eftirtektarverðasta orgel á Norðurlöndunum.

Mynd: Magnús Lyngdal Magnússon.

Allt frá sumrinu 1993 hefur Klaisorgelið heillað tónleikagesti með blæbrigðaríkum hljómum, ýmist undurblíðum eða ofsafengnum. Orgeltónlist sumarsins er frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar, allt frá endurreisn til nútímans, sumir organistar leika af fingrum fram fantasíur um sálmalög sem þeir fá í hendurnar á staðnum.

Val á flytjendum yfirstandandi sumars endurspeglar þá stefnu að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni. Organistarnir velja efnisskrár sínar með hliðsjón af Klaisorgelinu og bjóða jafnan upp á sýnishorn af tónlist sinna heimalanda.

Nú á 26. ári Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju kemur fram tónlistarfólk frá Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Svíþjóð, Spáni, Tékklandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Íslandi. Flestir hinna erlendu flytjenda, sem koma fram um helgar eru þekktir konsertorganistar, sumir eiga langa sögu að baki, aðrir hafa vakið mikla ahygli þrátt fyrir ungan aldur. Á fimmtudögum koma fram íslenskir organistar og stundum í fylgd annars tónlistarfólks til að auka enn á fjölbreytnina.

Öll miðvikudagshádegi til loka ágúst eru kórtónleikar með kammerkórnum Schola cantorum sem átt hefur farsælt samstarf við Listvinafélagið í 22 ár. Einnig er gleðilegt að hinn heimsþekkti barna- og unglingakór LACC Los Angeles Childrens Choir er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 2018 og kemur fram á aukatónleikum mánudaginn 2. júlí á leið sinni til Noregs.

Fernir tónleikar í hverri viku:
Alla miðvikudaga (frá 20. júní til 29. ágúst ) kl. 12:00‒12:30 syngur kammerkórinn Schola cantorum íslensk og erlend verk af efnisskrá sinni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Alla fimmtudaga (frá 21. júní til 16. ágúst) kl. 12:00‒12:30 leika íslenskir organistar einleik á orgelið eða eru með einleikara/söngvara með sér:

 1. júníBaldvin Oddsson trompet, Steinar Logi Helgason organisti Háteigskirkju
 2. júní Elísabet Þórðardóttir organisti Kálfatjarnarkirkju
 3. júlí Kitty Kovács organisti Landakirkju Vestmannaeyjum
 4. júlí  Pamela De Sensi flautuleikari og Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju Reykjavík
 5. júlíÞórunn Elín Pétursdóttir sópran, Lenka Mátéova organisti Kópavogskirkju
 6. júlíLára Bryndís Eggertsdóttir orgel
 7. ágústKári Þormar organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík
 8. ágústFriðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju
 9. ágúst Jónas Þórir Jónasson organisti Bústaðakirkju leikur lög eftir George Gershwin undir stefinu „Rapsody in Blue“

Alla laugardaga  kl. 12:00-12:30 og alla sunnudaga kl. 17:00 (frá 16. júní til 19. ágúst) leika helgargestaorganistar Hallgrímskirkju:

 1. og17. júní:Eyþór Franzson Wechner, Blönduóskirkju
 2. og 24. júní:Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkja Reykjavík
 3. júníog 1. júlí: Irena Chřibková, Basilíku heilags Jakobs, Prag, Tékklandi
 4. og 8. júlí:Winfried Bönig,Dómkirkjunni í Köln
 5. og júlí:Loreto Aramendi,Santa Maria Basilica, San Sebastián, Spáni
 6. og 22. júlí:Thierry Escaich,Saint-Etienne-du-Mont, París
 7. og 29 júlí:Thierry Mechler,Kölnarfílharmoníunni
 8. og 5. ágúst:Elke Eckerstorfer, St. Augustin kirkju, Vínarborg
 9. og12. ágúst:Hans-Ola Ericsson, prófessor í orgelleik við McGill í Montreal, Kanada

19.ágúst: Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Mozarteum háskólann í Salzburg. Hannfried Lucke kemur einnig fram á Sálmafossi laugardaginn 18. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Kristborg Bóel býður á trúnó

Kristborg Bóel býður á trúnó
Menning
Fyrir 4 dögum

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti
Menning
Fyrir 5 dögum

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“
Menning
Fyrir 5 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 1 viku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku