Menning

Þorgrímur gefur út Íslenska kraftaverkið – á bak við tjöldin

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 22:00

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur nú gefið út nýja bók, sem að þessu sinni er persónuleg frásögn hans, hans upplifun af því að hafa unnið með landsliðinu í fótbolta í 11 ár.

„Ég skrifaði bókina með leyfi leikmanna, þjálfara og starfsmanna, því það er ekki sjálfgefið að leyfa fólki að skyggnast á bak við tjöldin,“ segir Þorgrímur. Myndin er ekki myndabók, heldur sögubók.

„Ég átti ekki hugmyndina að Íslenska kraftaverkinu heldur norskt forlag sem vildi fá að vita hvað væri að gerast í þessum landsliðshópi; hvers vegna þessi frábæri árangur? Og forlagið vildi frá persónulega frásögn þannig að bókin er ekki síður skrifuð fyrir fólk sem vill forvitnast um kemestríuna í hópnum, fíflaskapinn, gleðina, vináttuna, einbeitinguna, auðmýktina. Íslenska kraftaverkið færir lesendur nær landsliðinu en nokkru sinnum fyrr. Hver vill ekki sitja á fremsta bekk með eyrun opin?“

Útgáfufögnuður verður næsta mánudag, 14. maí og er öllum boðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 4 dögum

Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag – Segir ekki neitt

Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag – Segir ekki neitt
Menning
Fyrir 1 viku

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“
Menning
Fyrir 1 viku

Siggi Gunnars skrifar um hinsegin hetjur í poppheimum – Lagalistar sem koma okkur í Hinsegin stuð

Siggi Gunnars skrifar um hinsegin hetjur í poppheimum – Lagalistar sem koma okkur í Hinsegin stuð