fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Leikhópurinn Lotta: Leggur land undir fót í tólfta sinn og núna með Gosa

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhópurinn Lotta mun að vanda ferðast um landið í sumar, en það er tólfta sumarið í röð, og í þetta sinn er það fjölskyldusýning sem Lotta býður upp á.

Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari, segir í tilkynningu frá leikhópnum.

Höfundur verksins er Anna Bergljót Thorarensen en þetta er áttunda verkið sem hún skrifar fyrir hópinn. Hún semur einnig lagatexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni. Í Gosa eru samtals 10 glæný og stórskemmtileg lög sem eru samin af fyrrnefndum Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Það er því óhætt að lofa stuði og stemningu þegar saman fara skemmtileg ævintýri í bland við flotta tónlist. Öllu þessu er síðan haldið saman af höfundinum, sem einnig leikstýrir sýningunni, og danshöfundinum Berglindi Rafnsdóttur sem eykur enn á fjörið með líflegum dönsum.

Sex leikarar og tónlistarmenn halda uppi sýningunni og sjáum við þar bæði ný og gömul andlit. Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Björn Thorarensen, Huld Óskarsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir skipta á milli sín öllum hlutverkum sýningarinnar og er ekki síður mikið um að vera baksviðs þegar leikarar setja hvert hraðametið á fætur öðru í búningaskiptum.

Gosi er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman.

Lotta heldur í hefðina og sýnir sýningar sínar utandyra svo það er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna inni í Ævintýraskóginum. Því vittu til, Ævintýraskógurinn er einmitt á leiðinni til þín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“