fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

María Magnúsdóttir er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Garðabæjar á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti miðvikudaginn 16. maí síðastliðinn. María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018.

María hefur um árabil verið virk í tónlistarlífi hér á landi. Hún flutti fyrir ekki svo löngu aftur á landsteinana eftir tónlistarnám erlendis en hefur verið fljót að láta til sín taka í íslensku tónlistarlífi með fjölmörgum tónleikum, bæði sem jazzsöngkona og í eigin verkefnum síðustu misseri.

María stundaði sína grunnskólagöngu í Garðabæ og steig sín fyrstu skref í tónlist í Skólakór Garðabæjar og í Tónistarskóla Garðabæjar. María lauk burtfarar- og kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2008. Áður en hún hélt utan í frekara nám í tónlist starfaði hún hér á landi sem tónlistarkennari, stýrði og útsetti fyrir Gospelkór Jóns Vídalíns, Gospelkór Árbæjarkirkju og Sönghóp Garðaskóla. María söng um árabil með Gospelkór Reykjavíkur og kom þar fram margoft á stórtónleikum kórsins og í stærri verkefnum, meðal annars sem einsöngvari á stórtónleikum Sálarinnar hans Jóns míns í Laugardalshöll 2006 og 2008.


Neðri röð frá vinstri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, María Magnúsdóttir bæjarlistamaður Garðabæjar 2018, Torfi Geir Símonarson fulltrúi í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Efri röð frá vinstri: Sigríður Finnbjörnsdóttir fulltrúi í menningar- og safnanefnd Garðabæjar, Gunnar Valur Gísllason formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.

Á árunum 2011 – 2016 bjó María fyrst í Hollandi þarsem hún lauk Bachelor prófi í jazzsöng og tónsmíðum við Konunglega listaháskólann í Haag.. Eftir það lá leiðin til London þar sem María lauk gráðunni Master of Popular Music með áherslu á hljóðupptökur og tónsmíðar fyrir miðla.

María hefur komið víða við í tónlist, hefur starfað sem söngkona og flutt eigið efni og annarra síðan 2006. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2009 sem bar heitið Not Your Housewife. Platan kom út í sjálfstæðri útgáfu á Íslandi, tekin upp í samstarfi við Börk og Daða Birgisson. María samdi kórverkið Guðnýjarljóð við þrjú af ljóðum Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum fyrir Kvennakórinn Kötlu á haustmánuðum 2015 með styrk frá Tónskáldasjóði 365 og STEF, en verkið var frumflutt á Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í apríl 2016.

Lestu einnig:  Þykir sláandi lík Saara Aalto:María flytur ábreiðu af Monsters

María er frábær jazzsöngkona og kemur reglulega fram ásamt jazzkvartett/kvintett. Hún hefur komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, jazzklúbb Múlans , tónleikaröð Jómfrúnnar og á Jazzhátíð Garðabæjar. María hefur síðustu ár samið og útsett orchestral-popptónlist undir listamannsheitinu MIMRA. Fyrsta plata MIMRU kom út í október 2017 og ber heitið Sinking Island. Platan er heildstætt verk út í gegn þar sem María er ekki eingöngu flytjandi og höfundur heldur sá einnig um upptökustjórn og hljóðhönnun. Framundan hjá Maríu er tónleikaferðalag um landið dagana 9.-21. júní næstkomandi.

María starfar nú á nýjan leik á Íslandi sem virk og skapandi tónlistarkona og sem söng- og lagasmíðakennari í Tónlistarskóla FÍH, Menntaskóla í Tónlist og við Listaháskóla Íslands.

Fylgjast má með MIMRU á heimasíðu hennar, Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur