Menning

Raflost: Grasrót íslenskrar raflistar

Guðni Einarsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 09:30

Þann 23. maí næstkomandi hefst raftónlistarhátíðin Raflost. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2007 eða í ellefu ár. Hún skipar mikilvægan sess í raftónlistar- og jaðarsenu landsins. Fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Sól Ey & Jesus Canuto Iglesias, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Alex McLean og Ásta Fanney Sigurðardóttir.

Hvað er Raflost?

„RAFLOST er framsækin hátíð fyrir nýja tónlist og miðlalist þar sem rafmagn og tækni eru notuð við sköpun eða flutning. Þaðan er tenging yfir í aðrar listgreinar. Hátækni tengir listamenn með ólíkan bakgrunn,“ segir Jesper Pedersen stofnandi hátíðarinnar.

„Áhersla er lögð á að rækta grasrót íslenskra raflista með því að kynna nýjustu strauma og þá sérstaklega upprennandi kynslóð raflistamanna. Markmiðið er að búa til vettvang tilraunakenndrar raflistar og stuðla að samræðu yngri og eldri, erlendra og innlendra raflistamanna. Þar koma saman hvers kyns raflistamenn, DIY hakkarar, nemendur Listaháskólans, S.L.Á.T.U.R. tónskáldasamtökin og fleiri hópar úr íslensku jaðarsenunni. Með innflutningi erlendra listamanna og nemenda kynnast Íslendingar helstu nýjungum erlendis frá.“

Hvað hefur hátíðin verið haldin í langan tíma og hvernig kom hún til?

„Hún hefur verið haldin samfellt frá 2007. Fyrsta hátíðin var samstarfsverkefni milli meðal annars Listaháskólans, tónvers Tónlistarskóla Kópavogs, tónvers Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Háskólans í Reykjavík, þar sem nemendur skólanna voru leiddir saman til samstarfs í tónlistartæknimálum. Núverandi fyrirkomulag þar sem hún er almenn raflistahátíð, rekin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og stundum aðra norræna háskóla, hefur verið í gangi síðan 2008.“

Hvað finnst ykkur um raftónlistarsenuna í dag?

„Hún er fjölbreytt og blómleg og það er mikið að gerast, en okkur finnst vanta meiri tilraunagleði og listræna áræðni, auk meiri samvinnu milli listgreina. Við viljum bæta úr því. Þess vegna erum við að halda þessa hátíð.“

Hvar fer hátíðin fram? 

„Mengi, Sölvhóll (salur LHÍ fyrir aftan Sölvhólsgötu 13) og Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey, Ingólfsgarði.“

Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Raflost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Vök sendir frá sér myndband við nýtt lag – Autopilot

Vök sendir frá sér myndband við nýtt lag – Autopilot
Menning
Fyrir 4 dögum

Er til formúla að hamingjunni?

Er til formúla að hamingjunni?
Menning
Fyrir 6 dögum

Ævar Þór Benediktsson með sínar fyrstu léttlestrarbækur – Þín eigin saga

Ævar Þór Benediktsson með sínar fyrstu léttlestrarbækur – Þín eigin saga
Menning
Fyrir 6 dögum

Tíunda og síðasta vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst í dag

Tíunda og síðasta vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst í dag
Menning
Fyrir 1 viku

„Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu

„Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu
Menning
Fyrir 1 viku

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi