fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

The Retro Mutants gefa út smáskífu í anda 80´s

History inniheldur fimm lög

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. mars 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin The Retro Mutants sendir í dag frá sér sína aðra plötu, smáskífu sem inniheldur fimm lög. Platan ber nafnið History og er tónlistin lituð af 80‘s tímabilinu.

„Við gáfum út okkar fyrstu plötu í fyrra við góðar undirtektir og við erum sannfærðir um að fólk verði ekki svikið ef það fílaði okkar fyrstu plötu,“ segir Bjarki Ómarsson.

„Tónlistin og hljóðheimurinn í tónlist okkar endurspeglar svoldið 80´s tímabilið og við vonum að þessi „Cult’“ tónlistarstefna eða „Synthwave / Retrowave’“ fari stækkandi hér á landi. Það má segja að þessi tónlistarstefna hafi orðið til út frá myndinni Drive þar sem sú mynd startaði svona einhverju nostalgíuæði sem hefur bæði smitast yfir á sjónvarpsskjáinn og yfir í höfuðið á þeim sem semja tónlist fyrir sjónvarp. Kung Fury og Stranger things eru ágætis dæmi sem hafa aldeilis slegið í gegn.“

Hljómsveitin, sem var stofnuð í byrjun 2017 af þeim Bjarka og Viktori Sigursveinssyni, kom fram opinberlega á Iceland Airwaves off venue við góðar undirtektir og eru þeir að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar.

„Við hlökkum til að spila fyrir hátíðargesti Secret Solstice í sumar,“ segir Bjarki.

Það er ýmislegt annað á döfinni hjá The Retro Mutants, svo sem tónlistarmyndband og fleiri tónleikar. „Svo við hvetjum sem flesta til þess að finna okkur á Instagram, Twitter og Facebook og fylgjast með, segir Bjarki.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=h6-R-oiXsfg&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“