Úti að leika með Flóna

Hinn 19 ára Flóni hefur tekið íslensku rappsenuna með trompi með lögum eins og Tala saman, Trappa og Leika

Rapparinn hefur skotist upp á stjörnuhimin íslensks hip-hops með fyrstu plötu sinni.
Flóni Rapparinn hefur skotist upp á stjörnuhimin íslensks hip-hops með fyrstu plötu sinni.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Fyrir mig snýst þetta ekki um að sýna mig og reyna að vera eitthvað nettur fyrir framan fólk. Tónlistin er meira eins og útrás fyrir mig. Svona leið mér á ákveðnu tímabili,“ segir rapparinn Flóni, sem undir lok síðasta árs gaf út sína fyrstu plötu.

Platan, sem er samnefnd listamanninum, situr um þessar mundir í efsta sæti Tónlistans yfir vinsælustu plötur landsins og lokalagið Ungir strákar – deep mix er mest spilaða íslenska lagið á Spotify.

Á plötunni heldur síhraðari þróun íslensks hip-hops áfram. Tónlistin leikur sér á mörkum trap-tónlistar, poppaðs r'n'b og danstónlistar, hljóðheimurinn oftar en ekki kaldur, melódíurnar grípandi og textarnir tilfinningaþrungnir. Öll sjónræn framsetningin er í takt við hljóðmyndina, vel fágað útlit sem minnir kannski helst á drungalega ameríska hasarmynd. Það er myrkur og rétt glittir svo í tónlistarmanninn í gegnum eldblossa eða brotið gler, hann heldur til aftast í skugganum, alvarlegur og í þungum þönkum.

Flóni er tæplega tvítugur, fæddur árið 1998, skírður Friðrik Jóhann Róbertsson. Pabbi hans er slóvenskur en mamma hans hálf-svissnesk og hálf-íslensk, hann hefur þó búið hér á landi alla ævi, er úr Vesturbænum og kann ekki stakt orð í slóvensku. Viðurnefnið Flóni festist snemma við hann. „Það var mikið orðagrín hjá okkur vinunum þegar við vorum yngri. Ég var til dæmis kallaður Fliðrik og það varð svo einhvern veginn að Flóni. Ég var kannski smá flón þegar ég var yngri – ég viðurkenni það – en ég er það ekki lengur.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.