fbpx
Menning

Stórfenglegt ævintýri fyrir fullorðna

Bíódómur: The Shape of Water

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. febrúar 2018 14:00

Kvikmyndin The Shape of Water, sem Guillermo del Toro leikstýrir og skrifar handritið að ásamt Vanessa Taylor, er stórfenglegt ævintýri og ástarsaga fyrir fullorðna. Myndin hefur slegið í gegn bæði meðal áhorfenda og gagnrýnenda og þegar hlotið verðlaun og tilnefnd til enn fleiri.

Myndin gerist í upphafi sjöunda áratugarins. Verkakonan Elisa býr í íbúð fyrir ofan kvikmyndahús, þar sem allir draumar manna geta ræst eða hrunið á hvíta tjaldinu. Elisa er mállaus og lifir reglubundnu lífi, þar sem allir dagar eru eins. Hún vaknar, fróar sér í baðinu meðan eggjaklukkan tifar, burstar skóna og tekur strætó í vinnuna, þar sem hún sinnir þrifum í leynilegri rannsóknarstöð. Nágranni Elisu, Giles, auglýsingateiknari sem kominn er á endalok ferils síns, er sá eini sem Elisa hefur samskipti við fyrir utan Zeldu, samstarfskonu hennar, sem bætir upp fyrir málleysi Elisu, með því að tala stöðugt.

Vinna Elisu og dagar hennar eiga þó eftir að breytast þegar dularfull vera í mannsmynd er færð í hlekkjum inn í rannsóknarstöðina, þar sem hún má sæta pyntingum af hendi Strickland, sem staðráðinn er í því að komast að hver veran er og hvaðan hún kemur. Elisa heillast af verunni og sérstakt vináttusamband verður til á milli þeirra. Þegar hún kemst að því að líf verunnar kunni að vera í hættu ákveður hún að taka til sinna ráða með aðstoð vina sinna.

Í helstu hlutverkum eru Sally Hawkins, sem leikur Elisu, Richard Jenkins, sem leikur Giles, Octavia Spenver, sem leikur Zeldu, Michael Shannon, sem leikur Strickland og Doug Jones, sem leikur veruna.

Mexíkanski leikstjórinn Guillermo del Toro á að baki nokkrar eftirtektarverðar kvikmyndir, eins og ævintýramyndina Pan´s Labyrinth, myndirnar um ofurhetjuna óvenjulegu Hellboy, vampírubanann Blade II og fleiri. Peter Jackson valdi hann til að leikstýra The Hobbit þríleiknum, en hann hætti við, en var titlaður sem einn af handritshöfundum.

Del Toro er heillaður af skrýmslum, sem hann telur táknmyndir mikils valds og er þekktur fyrir notkun sína á skordýrum og trúarlegum táknum, upphafningu á ófullkomleikanum og undirheimum. Endurspeglast það vel í kvikmyndum hans, sem eru umvafðar hryllingi og ævintýrum í bland, líkt og vel sást í mynd hans Pan´s Labyrinth.

The Shape of Water er af mörgum gagnrýnendum talin besta mynd Guillermo del Toro síðan Pan´s Labyrinth kom út árið 2006. Hún fékk Gullna ljónið sem besta kvikmynd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna nú í ár, alls 13 talsins og er tilnefnd til 12 BAFTA verðlauna. Hún var tilnefnd til sjö Golden Globe og fékk tvær fyrir bestu leikstjórn og bestu tónlist. Bandaríska kvikmyndastofnunin valdi hana eina af tíu bestu myndum síðasta árs.

Niðurstaða: The Shape of Water fjallar um einmanaleikann og tilfinninguna að vera öðruvísi, óhefðbundna vináttu og ást. Hún er fallegur og hugljúfur óður til ástarinnar og gullfalleg fyrir auga og eyru. Mynd sem spilar á tilfinningarnar og fær mann til að trúa á að einhvers staðar sé einhver fyrir hvert okkar, hversu sérstök sem við erum.

Kvikmyndin The Shape of Water er komin í sýningar í Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Álfabakka og Keflavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

LeBron James verður aðal maðurinn í Space Jam 2

LeBron James verður aðal maðurinn í Space Jam 2
Menning
Fyrir 2 dögum

Ari og Sinfó endurtaka leikinn

Ari og Sinfó endurtaka leikinn
Menning
Fyrir 2 dögum

Tríó Gunnars Hilmarssonar býður upp á jazz í hádeginu

Tríó Gunnars Hilmarssonar býður upp á jazz í hádeginu
Menning
Fyrir 2 dögum

Lof mér að falla að ná 30 þúsundum – Netflix sýnir áhuga

Lof mér að falla að ná 30 þúsundum – Netflix sýnir áhuga
Menning
Fyrir 3 dögum

Aldís Fjóla gefur út nýtt lag – „Lagið fjallar í raun um hversu meðvirkur maður getur orðið þegar maður heldur að ást sé í spilunum“

Aldís Fjóla gefur út nýtt lag – „Lagið fjallar í raun um hversu meðvirkur maður getur orðið þegar maður heldur að ást sé í spilunum“
Menning
Fyrir 3 dögum

Hvaða hlutir gera lífið frábært – Hvaða hlutir kæmust á þinn lista?

Hvaða hlutir gera lífið frábært – Hvaða hlutir kæmust á þinn lista?
Menning
Fyrir 5 dögum

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can
Menning
Fyrir 5 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“