Menning

Þau eru tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna

Anna Júlía, Egill S., Hulda Vilhjálmsdóttir og Sigurður Guðjónsson tilnefnd fyrir sýningar sínar

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 20:00

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Sigurður Guðjónsson eru tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi þann 22. febrúar næstkomandi. Verðlaunin verða afhent í tveimur flokkkum: myndlistarmaður ársins og svo sérstök hvatningarverðlaun.

Fimm manna dómnefnd valdi úr 70 tilnefningum sem bárust en listamennirnir eru tilnefndir fyrir sýningar sem settar voru upp árið 2017.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, en í umsögn dómnefndarinnar segir að þar hafi Önnu Júlíu tekist að „samþætta fagurfræðilega og siðferðilega þætti listarinnar á áhrifamikinn hátt.“

Tröllin sem Egill skapaði í tengslum við Feneyjatvíæringinn hafa átt sér gott framhaldslíf og eru nú tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna
Egill Sæbjörnsson Tröllin sem Egill skapaði í tengslum við Feneyjatvíæringinn hafa átt sér gott framhaldslíf og eru nú tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Egill Sæbjörnsson er tilnefndur fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery. „Sýningin í i8 er afsprengi viðamikillar sýningar í Feneyjum og saman mynda þær sannfærandi heild yfirgripsmikillar ádeilu á samtímann,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Hulda Vilhjálmsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang.
„Öll verkin búa yfir þunga og tjá allt í senn hættu og öryggi. Þau eru samtímis hrá og meitluð, öguð og kvik,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Sigurður Guðjónsson er tilnefndur fyrir sýninguna Innljós í kapellu og líkhúsi St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Saman mynda myndbandsverkin heildstæða innsetningu í þessu óvenjulega sýningarrými svo úr verður magnað samlíf verka og rýmis,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Dómnefnd verðlaunanna í ár er skipuð þeim Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, myndlistarmanni (SÍM), Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnúsi Gestssyni, formanni Listfræðafélags Íslands, Margréti Elísabeti Ólafsdóttur, fulltrúa safnstjóra íslenskra safna og Margréti Kristínu Sigurðardóttur, formanni Myndlistarráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 3 dögum

Kristborg Bóel býður á trúnó

Kristborg Bóel býður á trúnó
Menning
Fyrir 3 dögum

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti
Menning
Fyrir 4 dögum

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“
Menning
Fyrir 5 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 6 dögum

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku