fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Seyðfirðingur stendur fyrir herferð til að friða landamæramúra Trumps

Christoph Büchel sem hneykslaði með moskulistaverki í Feneyjun snýr sér nú að landamæramúr Trumps

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum stað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó standa 8 stutt veggbrot, prufutýpur að landamæraveggnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur lofað að byggja milli landanna tveggja. Nú stendur svissneski listamaðurinn Christop Büchel hins vegar fyrir herferð þar sem hann hvetur til þess að fagurfræðilegt gildi þessara átta prufuveggja verði viðurkennt og þeir verði friðaðir um ókomna framtíð.

Christoph Büchel vill meina að landamæramúrarnir í San Diego séu eins og höggmyndir skapaðar af Bandarísku þjóðinni með kosningu sinni á Donald Trump.
Konseptlistamaður Christoph Büchel vill meina að landamæramúrarnir í San Diego séu eins og höggmyndir skapaðar af Bandarísku þjóðinni með kosningu sinni á Donald Trump.

Mynd: reuters

Büchel er Íslendingum góðkunnur enda hefur hann verið búsettur á Seyðisfirði frá 2007 og var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2015. Þá byggði hann mosku í gamalli afhelgaðri kirkju í borginni. Sýningin vakti mikla athygli en svo fór að borgaryfirvöld létu loka listaverkinu.

Veggbrotin átta eru tillögur mismunandi verktaka um hvernig landamæramúr Trumps gæti litið út. Krafa var gerð um að veggurinn skyldi vera einstaklega sterkbyggður og stór, flestir prufuveggirnir eru í kringum 9 metra háir. Einnig er lögð örlítil áhersla á að veggurinn líti vel út – að minnsta kosti frá bandarísku hliðinni séð. Að öðru leyti höfðu verktakarnir frelsi í hönnun veggsins. Verktakinn sem á hentugustu hönnunina hlýtur svo það risastóra verkefni að byggja múrinn meðfram öllum landamærunum. Veggbrotin gefa því þeim sem ferðast frá Tiujana til San Diego ógnandi kveðju, eins og loforð um að aðskilnaðarmúrinn umdeildi verði byggður í raun og veru.

Mynd: Bjarni Grímsson
Mynd: Bjarni Grímsson

Í þeim tilgangi að vekja athygli á hinu fagurfræðilega gildi múranna hefur Büchel komið á fót samtökunum MAGA – sem gæti staðið fyrir „Make America Great Again“ og hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til að friða svæðið. Büchel hefur sagt múrbrotin helst minna á hinn forna steinhring, Stonehenge, í Bretlandi eða 20. aldar landlistaverk eftir listamenn á borð við Donald Judd. Hann segir prufuveggina mynda einskonar höggmyndagarð sem að bandaríska þjóðin hefur skapað í sameiningu með því að kjósa Donald Trump.

Hann leggur þó áherslu á að vekrefnið sé ekki bara einhver pólitísk gagnrýni – þetta snúist allt um fagurfræði: „Mín pólitíska afstaða er ekkert áhugaverð í þessu samhengi […] Sjónrænt er þetta sláandi. Þess vegna ættum við að varðveita þetta, og vegna þess að það segir okkur svo margt um sögu okkar,“ sagði hann í viðtali við New York Times.

Bandaríska ríkið hefur þegar greitt 3,3, milljónir dollara fyrir byggingu þessara prufutýpa og segir Büchel að ef þeir verði friðaðir verði þeir þar með að einu dýrasta listaverki sem bandarískir skattborgarar hafa greitt fyrir að undanförnu. Þessa dagana stendur Büchel fyrir leiðsögn um svæðið og er möguleiki að bóka túr til 28. janúar ef einhverjir lesendur eiga leið hjá landamærunum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni borderwallprototypes.org

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin