Jumanji skákar The Last Jedi

Leikararnir í Jumanji.
Leikararnir í Jumanji.

Kvikmyndin Jumanji tók framúr Star Wars VIII: The Last Jedi í aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum í síðustu viku. The Last Jedi hefur verið á toppnum frá því hún kom út um miðjan desember og hafa nærri því 57 þúsund manns farið á hana í bíó. Í síðustu viku fóru hins vegar aðeins um 8.000 manns á hana í bíó. 8.300 manns fóru hins vegar á Jumanji í bíó sem náði þar með í toppsætið.
Ferdinand er svo í þriðja sæti, rúmlega 5 þúsund manns fóru á hana í síðustu viku. The Greatest Showman fer í fjórða úr fimmta sætinu, Pitch Perfect 3 vermir svo fimmta sætið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.