Jófríður er tónlistarmaður ársins: Verðlaunaafhending Reykjavík Grapevine í kvöld

Mynd: @Magnus Andersen m@magnusandersen.co.uk

Verðlaunaafhending á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine fer fram í kvöld kl. 20 á skemmtistaðnum Húrra. Jófríður Ákadóttir fær verðlaun sem listamaður árins, en Hatari fá verðlaun fyrir lifandi flutning.

Verðlaunin voru kunngjörð í Reykjavík Grapevine í dag og eru sigurvegarar eftirfarandi:

● Listamaður ársins: Jófríður Ákadóttir

● Hljómsveit ársins: Hatari

● Plata ársins: Two trains, Högni Egilsson

● Lag ársins: Joey Cypher með Joey Christ

● Vonarstjörnur (shout out): Alvia og Bára Gísladóttir

● Minningarverðlaun: Subterranean

● Tónlistarmaður sem vert er að fylgjast með: EinarIndra

● Þið ættuð að hafa heyrt þetta: Sólveig Matthildur

● Vinsælasta bandið: Hórmónar

Reykjavík Grapevine afhendir á hverju ári tónlistarverðlaun yfir það sem blaðinu og álitsgjöfum þess hefur þótt standa upp úr á árinu. Blaðið fékk þriggja manna dómnefnd til þess að aðstoða sig við valið, en í dómnefndinni voru þau Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og rokkgoðsögn, Egill Tómasson, tónlistargúrú og starfsmaður Iceland Airwaves, og Cheryl K. Ang hjá ÚTÓN.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.