Skaut Arnaldi og Yrsu ref fyrir rass

Yeomni Park á mestu seldu bók ársins í verslunum Pennans-Eymundsson

Mest selda bókin á Íslandi árið 2017 samkvæmt metsölulista Pennans-Eymundsson var flóttasaga hinnar 24 ára Norðurkóreukonu Yeomni Park, Með lífið að veði. Listinn tekur saman fjölda seldra eintaka í öllum verslunum Pennans-Eymundson, stærstu bókabúðar landsins, á árinu.

Listinn kemur nokkuð á óvart því undanfarin ár hafa það verið bækur þeirra Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur sem hafa yfirleitt selst í bílförmum fyrir jólin og skipað sér í efstu sæti bóksölulistans. Nú eru þau hins vegar í öðru og fjórða sæti, en á milli þeirra situr Jón Kalman með bók sína Saga Ástu.

Með lífið að veði kom upphaflega út árið 2015 og hefur síðan þá verið þýdd á fjölda tungumála. Bókin lýsir lífinu í Norðurkóreu, flótta frá landinu, hlutskipti norðurkóreskra flóttamanna í Kína, svo loks flótta til Suðurkóreu og aðlögun að lífinu í lýðræðisríki.

Bókin sló rækilega í gegn þegar hún kom út á fyrri hluta ársins á vegum Almenna bókafélagsins og vinsælarnir minnkuðu ekki þegar höfundurinn sjálfur kom til landsins og hélt fyrirlestur fyrir pakkfullum sal í Háskóla Íslands, þar sem þáverandi forsætisráðherra landsins Bjarni Benediktsson kynnti höfundinn á svið.

Gagnrýnandi DV var þó ekki jafn hrifinn og lesendur og skrifaði í dómi sínum um bókina: „Textinn er tilþrifalítill, blátt áfram og þurr. Sagt er frá skelfilegum mannraunum á tilfinningasnauðan og jafnvel flatneskjulegan hátt. Efni sem kallar á lifandi stíl og áhrifaríkar orðmyndir er afgreitt með þurri frásögn. Mjög skortir á lifandi sviðsetningar af atvikum sem lesendur geta gleymt sér í.“

Hér fyrir neðan má sjá metsölulista Pennans-Eymundson árið 2017.


Allar bækur

 1. Með lífið að veði - Yeonmi Park
 2. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
 3. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
 4. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
 5. Löggan - Jo Nesbø
 6. Nornin - Camilla Läckberg
 7. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
 8. Independent People - Halldór Laxness
 9. Mistur - Ragnar Jónasson
 10. Iceland in a Bag - Ýmsir höfundar

Íslenskar bækur

 1. Með lífið að veði - Yeonmi Park
 2. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
 3. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
 4. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
 5. Löggan - Jo Nesbø
 6. Nornin - Camilla Läckberg
 7. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
 8. Mistur - Ragnar Jónasson
 9. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
 10. Amma best - Gunnar Helgason

Barnabækur

 1. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
 2. Amma best - Gunnar Helgason
 3. Gagn og gaman - Helgi Elíasson/Ísak Jónsson
 4. Fuglar - Hjörleifur Hjartarson/Rán Flygenring
 5. Gestir utan úr geimnum - Ævar Þór Benediktsson
 6. Sönglögin okkar - Ýmsir höfundar
 7. Verstu börn í heimi - David Walliams
 8. Vögguvísurnar okkar - Ýmsir höfundar
 9. Flóttinn hans afa - David Walliams
 10. Litli prinsinn - Antoine de Saint-Exupéry

Ungmennabækur

 1. Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir
 2. Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir
 3. Galdra Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson
 4. Hvísl hrafnanna - Malene Sølvsten
 5. Allt eða ekkert - Nicola Yoon
 6. Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson
 7. Endalokin Gjörningaveður - Birgitta Elín Hassell/Marta Hlín Magnadóttir
 8. Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir
 9. Doddi Ekkert rugl - Þórdís Gísladóttir/Hildur Knútsdóttir
 10. Leitin að Alösku - John Green

Handbækur, fræðibækur, ævisögur

 1. Með lífið að veði - Yeonmi Park
 2. Syndafallið - Mikael Torfason
 3. Heima - Sólrún Diego
 4. Stofuhiti - Bergur Ebbi Benediktsson
 5. Útkall Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
 6. Þúsund kossar - Jón Gnarr
 7. Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. Hagalín
 8. Átta vikna blóðsykurkúrinn - Michael Mosley
 9. Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir
 10. Sterkari í seinni hálfleik - Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Ljóðabækur

 1. Gamanvísnabókin - Ýmsir höfundar
 2. Dvalið við dauðalindir - Valdimar Tómasson
 3. Ljóð muna rödd - Sigurður Pálsson
 4. Heilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson
 5. Kóngulær í sýningarglugganum - Kristín Ómarsdóttir
 6. Íslensk öndvegisljóð - Páll Valsson tók saman
 7. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Silja Aðalsteinsdóttir valdi
 8. Bónus ljóð - Andri Snær Magnason
 9. Hreistur - Bubbi Morthens
 10. Án tillits - Eydís Blöndal

Landkynningabækur

 1. Independent People - Halldór Laxness
 2. Iceland in a bag - Ýmsir höfundar
 3. Sagas Of The Icelanders - Ýmsir höfundar
 4. Iceland Small World - Sigurgeir Sigurjónsson
 5. This is Iceland - Ýmsir höfundar
 6. Njals saga
 7. Iceland - Sigurgeir Sigurjónsson
 8. Planet Iceland - Sigurgeir Sigurjónsson
 9. Jólasveinarnir 13 - Brian Pilkington
 10. Unique Island - Kristján Ingi Einarsson

Erlendar kiljur

 1. Norse Mythology - Neil Gaiman
 2. Girl on the Train - Paula Hawkins
 3. Night School - Lee Child
 4. Thirst - Jo Nesbo
 5. Ready Player One - Cline Ernest
 6. American Gods - Neil Gaiman
 7. Handmaid's Tale - Margaret Atwood
 8. Whistler - John Grisham
 9. Harry Potter and the Cursed Child - J. K. Rowling
 10. Origin - Dan Brown

Íslenskar kiljur

 1. Löggan - Jo Nesbø
 2. Nornin - Camilla Läckberg
 3. Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan
 4. Afætur - Jussi Adler-Olsen
 5. Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið - David Lagercrantz
 6. Sagan af barninu sem hvarf - Elena Ferrante
 7. Í skugga valdsins - Viveca Sten
 8. Eftirlýstur - Lee Child
 9. Eftir að þú fórst - Jojo Moyes
 10. Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan

Innbundin skáldverk og hljóðbækur

 1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
 2. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
 3. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
 4. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
 5. Mistur - Ragnar Jónasson
 6. Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
 7. Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir
 8. Skuggarnir - Stefán Máni
 9. Sögur frá Rússlandi - Ýmsir höfundar
 10. Aflausn - Yrsa Sigurðardóttir

Árétting: Upphaflegu fyrirsögninni hefur verið breytt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.