Menning

Hereditary sögð Exorcist samtímans

Myndin sem hræddi áhorfendur á Sundance

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 21:10

Kvikmyndin Hereditary var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni sem fram fór 18. – 28. janúar síðastliðinn og hefur þegar hlotið nafnbótina „Exorcist samtímans.”

Í aðalhlutverkum eru Toni Collette, Gabriel Byrne og Ann Dowd og fjallar myndin um hvernig fjölskylda tekst á við andlát ömmunnar Ellen, sem var höfuð ættarinnar. Við erfum öll ákveðna eiginleika, slæma og skrýtna ávana og kæki frá foreldrum okkar, og má segja að Hereditary taki þá staðreynd upp á hærra og hryllilegra stig. Myndin er nú þegar með 8,4 í einkunn á IMDB og 100% á Rotten Tomatoes.

Umsagnir eins og „geðveikasta hryllingsmynd í áraraðir“ og „tvær klukkustundir af stigvaxandi hryllingi“ eru góð fyrirheit um hvers er að vænta fyrir aðdáendur hryllingsmynda.

„Hver mun hugsa um mig,“ spyr stóreyg dóttir Annie Graham (Toni Collette) hana í stiklunni, „eftir að þú deyrð.“

Hereditary er frumsýnd 8. júní í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af