Menning

Tónlist að heiman – Filippseyjar

Ronald Fatalla mælir með Bayan Ko í flutningi Freddie Aguilar

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 22:00

„Þetta lag minnir alla Filippseyinga, hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, á það sem við höfum átt í Filippseyjum og það sem myndi alltaf láta okkur vilja koma aftur,“ segir Ronald Fatalla, tölvuverkfræðingur, um lagið Bayan Ko sem var samið af sjálfstæðishetjunni José Alejandrino og hefur verið flutt af ótal listamönnum í gegnum tíðina. Ronald mælir sérstaklega með útgáfu þjóðlagasöngvarans Freddie Aguilar.

„Eins og fólk veit kannski hafa Filippseyjar þurft að lúta stjórn margra mismunandi ríkja í gegnum aldirnar, þar sem Spánn, Japan og Bandaríkin hafa öll reynt að sigra og hneppa Filippseyjar í þrældóm en í hvert skipti höfum við risið upp og barist fyrir frelsinu. Lagið fjallar um hversu yndislegar, ríkar og fallegar Filippseyjar eru og það sé einmitt þess vegna sem landnemarnir og útlendingar hafa fallið fyrir landinu og viljað eignast það. Lagið ber landið saman við frjálsan fugl, ef hann er fangaður grætur hann og reynir hvað hann getur til að komast úr búrinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Madonna fagnar stórafmæli með sjálfu frá Marrakesh

Madonna fagnar stórafmæli með sjálfu frá Marrakesh
Menning
Fyrir 4 dögum

Mangahátíð á menningarnótt

Mangahátíð á menningarnótt
Menning
Fyrir 1 viku

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“
Menning
Fyrir 1 viku

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 1 viku

Listamannaspjall á lokadegi Djúpþrýstings

Listamannaspjall á lokadegi Djúpþrýstings
Menning
Fyrir 1 viku

Þú getur bjargað menningarverðmæti frá níunda áratugnum frá því að verða haugamatur

Þú getur bjargað menningarverðmæti frá níunda áratugnum frá því að verða haugamatur