fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Sukkarinn, skáldið, söngvarinn Mark E. Smith er fallinn frá

Forsprakki síðpönksveitarinnar The Fall er látinn 60 ára

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn, og forsprakki síð-pönksveitarinanr The Fall, Mark E. Smith er látinn, 60 ára að aldri. Smith lést snemma í gærmorgun á heimili sínu, að því er fram kemur í tilkynningu frá umboðsmanni The Fall, Pam Van Damned.

The Fall er ein sérstæðasta hljómsveit bresku síðpönkbylgjunnar. Mark E. Smith stofnaði hljómsveitina í Manchester árið 1976 eftir að hafa uppljómast á tónleikum með Sex Pistols. The Fall öðlaðist goðsagnakennda stöðu í breskri rokktónlist, vegna einkennandi hrárra rokksmíða, ljóðrænna og húmórískra texta Smiths, skrautlegrar sviðsframkomu og einstakrar starfsorku í fjóra áratugi – en sveitin gaf út meira 30 hljóðversplötur og fjöldan allan af tónleika- og safnplötum.

Það var þó kannski umfram allt hinn eiturskarpi, orðheppni, ágengi og sérlundaði Mark E. Smith sem laðaði fólk að sveitinni. Hann var alræmdur fyrir sukklíferni, óheflaðan persónuleika og að vera einstaklega erfiður í samstarfi og skipti hljómsveitarmeðlimum út eins og nærfötum. Um 60 manns voru í sveitinni í til skemmri eða lengri tíma á þeim 40 árum sem sveitin starfaði, eina innihaldsefnið sem var nauðsynlegt var Smith. „Ef það er bara ég og amma þín á bongótrommum þá er það samt The Fall,“ útskýrði hann eitt sinn.

The Fall voru miklir Íslandsvinir og léku nokkrum sinnum hér á landi á ferlinum, árið 1981, 1983, 2004 og síðast á tónlistarhátíðinni All Tomorrow Parties á Ásbrú árið 2013. Sveitin samdi lag um landið, „Iceland“, sem kom út á plötunni Hex Enducation Hour árið 1982 og rúmlega tveimur áratugum síðar söng Mark E. Smith í laginu „Not Clean“ með íslensku hljómsveitinni Ghostigital.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur