Menning

Alvia Islandia, Högni og Björk tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna

Íslendingar með þrjár tilnefningar af tólf

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 10:40

Alvia Islandia, Högni Egilsson og Björk eru þeir íslensku listamenn sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna (e. Nordic Music Prize) 2017, en tilnefningarnar voru gerðar opinberar í morgun. Þau eru tilnefnd fyrir plötur sínar Elegant Hoe, Two Trains og Utopia.

Sigurvegarinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni by:Larm í Osló 1. mars næstkomandi. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010, en meðal fyrri sigurvegara eru Jónsi, The Knife, First Aid Kit og Jenny Hval.

Eftirfarandi eru þær tólf plötur sem eru tilnefndar til verðlaunanna í ár.

Katinka – Vi Er Ikke Kønne Nok Til At Danse (Danmörk)
Solbrud – Vemod (Danmörk)
Kaukolampi – 1 (Finnland)
Astrid Swan – From The Bed And Beyond (Finnland)
Björk – Utopia
Högni – Two Trains
Alva Islandia – Elegant Hoe
Kim Myhr – You | Me (Noregur)
Susanne Sundfør – Music For People In Trouble (Noregur)
Fever Ray – Plunge (Svíþjóð)
Mwuana – Triller (Svíþjóð)
Yung Lean – Stranger (Svíþjóð)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af