fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Ást í undirheimum

Bryndís Schram skrifar um SOL – stafræn ást í háskerpu í Tjarnarbíói

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Schram.

Á undanförnum árum hefur gamla Tjarnarbíó orðið æ fyrirferðarmeira í íslensku menningarlífi. Þar er aldrei lognmolla, stöðugur straumur fólks, bæði innfæddu og erlendu, fólks með öðru vísi hugmyndir, fólks, sem vill láta að sér kveða, vill breyta og bæta samfélagið, gera gagn, vera með – njóta lífsins. Þeir sem reka Tjarnarbíó eru sjálfstætt starfandi atvinnusviðslistamenn, sem annað hvort rúmast ekki inni í atvinnuleikhúsum landsins eða hafa kosið að vinna sjálfstætt. Sumir eru þannig innréttaðir, að þeir vilja heldur vera sínir eigin herrar, velja sér verkefni sjálfir, í stað þess að þiggja hvað sem er. Þeir vilja taka afstöðu, jafnvel ögra samfélaginu. Því að leikhús er í eðli sínu hápólitískt. Og leikhúsið á erindi við alla.

Á þessum vetri verða meira en tuttugu leiksýningar settar á svið, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri. Sannkallaður vaxtarsproti íslenskrar leiklistar. Alltaf skrefinu á undan, jafnvel komið ögn inn í framtíðina – eins og ég varð vitni að í seinustu viku, þegar mér var boðið að sjá leikritið SOL, stafræn ást í háskerpu

Sítenging og skjáfíkn

„Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn, þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það , sem er hinum megin við útidyrnar, og hins vegar heim tölvuleikja og netsambanda. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá, sem hann vill vera. Þar getur hann líka verið með SOL“, segir í kynningu á verkinu í leikskrá.

Þessi umræddi Davíð í leikritinu, sem lifir og hrærist í netheimum og þorir ekki fyrir sitt litla líf að horfast í augu við raunveruleikann, er okkur svo sem ekkert ókunnur. Við könnumst við kauða úr okkar nánasta umhverfi. Það er sama hvar maður er staddur í núinu – í strætó, í kirkju, á kaffihúsum, á biðstofum – jafnvel á rauðu ljósi í miðbænum. Maður horfir inn í sviplaus, einmanaleg – jafnvel fjandsamleg – andlit, sem hvorki sjá né heyra. Starandi inn í lófann á sér, þar sem skjárinn er falinn. Hvorki rok né rigning fær raskað doða andlitsins – svo lengi sem netsambandið helst.

Hvað er í gangi? Á hvaða leið erum við? Hvað verður um okkur, þegar öll þjóðin er horfin inn í netheima? Jafnvel skólarnir eu farnir að örvænta. Neyðast til að banna notkun snjallsíma á skólatíma. Og ósjálfrátt leiðir þetta hugann að hinum stóra hópi íslenskra ungmenna, sem eiga við fíkniefnavandamál að stríða. Getur verið, að það sé einhver tenging þarna á milli? Er snjallsíminn að eitra líf okkar? Sagan af SOL er byggð á raunverulegri ástarsögu úr samtímanum, segir í leikskrá.

Stafræn ást

Höfundar handrits eru þeir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson, báðir leiklærðir. Greinilega ungir menn, sem liggur mikið á hjarta og finna til í stormum sinnar tíðar. Vandamálið, sem leitar á þá, er orðið svo augljóst og svo yfirþymandi. Tölvan er farin að stjórna lífi manna, og áður en langt um líður, verðum við algerlega á valdi hennar, ef fram fer sem horfir.

Ungi maðurinn, Davíð (Hilmir Jensson), er hættur að vilja hafa samneyti við kunningja og vini. Besti vinur hans (Kolbeinn Arnbjönsson)hefur áhyggjur, vitjar hans um daga og nætur, reynir að hressa hann við, en án árangurs. Davíð lokar sig af. Hann er ástfanginn af konu, sem hann hefur kynnst á netinu. Þau mæla sér mót um nætur og fara í hasarleiki. Þessi kona er „sterkust, fljótust, fallegust og gáfuðust. Hún er almáttug og ódauðleg“. Þess vegna er hún auðvitað ekki raunveruleg. Hún er stafræn og heitir SOL.

Og svo fer, að þau hittast. Það verður afdrifaríkt, svo að ég segi ekki meir. Frábær sýning – trúverðug, einlæg og upplýsandi. Á erindi við alla, bæði unga og aldna. Af hverju fá nemendur í skólum landsins ekki að sjá þessa sýningu? Gæti kannski vakið einhvern til lífsins á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum