fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

The Disaster Artist: Gerð meistaraverks

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plan 9 From Outer Space, Popeye, Showgirls og Ishtar eru meðal verstu kvikmynda sögunnar. Svo lélegar að þær hafa fengið költ-fylgi sem þær eiga tæplegast skilið. Ein mynd slær þeim þó öllum við og það er The Room frá árinu 2003. The Disaster Artist fjallar um gerð þessarar lélegustu kvikmyndar sögunnar sem jafnframt hefur vakið svo margar spurningar í gegnum tíðina.

Hjúpaður dulúð

The Room er langþekktasta afurð kvikmyndagerðarmannsins Tommy Wiseau. Enginn veit hvaðan þessi maður kom, hversu gamall hann er eða hvernig hann gat fjármagnað þetta verkefni. Hann sagðist vera frá New Orleans en hreimur hans gefur sterklega til kynna að hann sé frá einhverju landi austan við járntjald. Hann sagðist vera á þrítugsaldri þegar hann leikstýrði The Room árið 2013 en sennilega var hann á fimmtugsaldri. Kvikmyndin kostaði sex milljónir dollara (um 630 milljónir króna) í framleiðslu og hann virtist hafa dregið þá summu upp úr hatti eins og kanínu.

The Disaster Artist er gerð eftir bók sem Greg Sestero, samstarfsmaður Wiseau, skrifaði ásamt blaðamanninum Tom Bissell árið 2013 um gerð The Room. Grínistinn Seth Rogen keypti réttinn af bókinni og gerði myndina í samstarfi við félaga sinn, James Franco, sem leikstýrir og leikur Wiseau, og bróður hans Dave Franco sem leikur Sestero.

Í myndinni fylgjumst við með fyrstu kynnum Wiseau og Sestero í leiklistarskóla í San Francisco, hversu vel þeir ná saman en einnig hversu litla möguleika þeir áttu á að ná frama á sviði leiklistarinnar á hefðbundinn hátt. Þá ákveður Wiseau að framleiða sína eigin mynd og Sestero fær þar lykilhlutverk.

Sofandi að feigðarósi

Allt virðist ætla að ganga eðlilega þangað til tökur hófust. Þá kom glögglega í ljós hversu gjörsamlega óhæfur leikari, leikstjóri og framleiðandi Wiseau var. Sestero hefði mátt vita þetta fyrirfram þar sem Wiseau talaði og hegðaði sér á nokkuð einfeldningslegan hátt. En þegar tækifærið til að leika í stórri framleiðslu eins og Wiseau gat boðið upp á gat hann ekki sagt nei.

Persóna Wiseau er í raun allt í öllu í The Disaster Artist og James Franco leikur hann með stakri prýði. Þessi persóna er reyndar svo skrítin og ýkt að óvíst er hvort hægt sé að leika hana illa. Hann er hégómafullur, húmorslaus og veruleikafirrtur en þó augljóslega vænsta skinn. Nema undir álagi, þá hagar hann sér eins og einræðisherra.

Myndin er nokkuð lengi að fara í gang en þegar kemur að tökunum sjálfum vaknar hún til lífs og Franco fer að skína. Framleiðslan leysist upp í hálfgerðan farsa og enginn virðist vita út á hvað hún gengur. Sérstaklega þar sem Wiseu breytir sífellt handritinu. Erfiðlega gengur að ná almennilegum tökum á honum og undir lokin virðist tökuliðinu vera nokkuð sama. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvers konar lestarslys lokaafurðin verður.

Niðurstaða

Rogen og Franco eru augljóslega að gera grín að hinum misheppnaða kvikmyndagerðarmanni en þó ekki á ósmekklegan hátt. Þeir eru augljóslega innst inni heillaðir af The Room, sögunni bak við hana og hvernig hún náði viðlíka költ-fylgi. Tommy Wiseau er líka löngu búinn að sætta sig við hlutskipti sitt í kvikmyndaheiminum og The Room er enn sýnd á miðnætursýningum fyrir fullu húsi drukkinna gesta. Vandamálið við The Disaster Artist er að hún bætir litlu við söguna. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra og meira fræðandi að sjá frumafurðina og heyra meistarann öskra: „Lisa, you´re tearing me apart!“

Þrjár stjörnur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar