fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Gamanmyndahátíð Flateyrar frumsýnir 11 íslenskar gamanmyndir

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin í þriðja sinn, dagana 13.-16. september næstkomandi. Hátíðin í ár er sérstaklega glæsileg, þar sem hlátur og gleði er í fyrirrúmi, líkt og fyrri ár. Hátíðin fer að mestu fram í 80 ára gömlum bræðslutanki sem stendur á Sólbakka við Flateyri. 

Hátíðin hefst fimmtudaginn 13. september þegar leiksýningin Hellisbúinn verður sett upp í Samkomuhúsinu á Flateyri, en þetta er í fyrsta sinn sem leiksýning er á dagskrá hátíðarinnar.

Tankurinn þar sem hátíðin fer fram.

Í ár verða þrjátíu íslenskar gamanmyndir sýndar og af þeim eru ellefu frumsýningar. Sú nýbreytni verður á hátíðinni í ár að Steypustöðin ætlar að bjóða upp á sérstaka barnasýningu. Þar verður myndin Algjör sveppi og Dularfulla hótelherbergið sýnd. Ein af aðalpersónum myndarinnar, Villi Vísindamaður, verður viðstaddur sýninguna og ræðir myndina við börnin ásamt því að gera nokkrar brjálaðar vísindatilraunir.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Óskar Jónasson leikstjóri og myndin hans, Sódóma Reykjavík er heiðursmynd hátíðarinnar. Þar fyrir utan verða sýndar tvær af fyrstu myndum Óskars, þær Oxsmá plánetan og Sjúgðu mig Nína, sem hefur verið með öllu óaðgengileg frá því að hún kom úr árið 1985. Myndin hefur þó lifað góðu lífi  í formi sögusagna, enda hefur myndin skipað sér í fremstu röð meðal íslenskra költ mynda.  Með aðalhlutverk í Sjúgðu mig Nína fara þau Kormákur Geirharðsson og Halla Margrét Árnadóttir, sem eru heldur þekktari fyrir tónlist sína en leikhæfileika í dag.

Áskorun til kvikmyndagerðarmanna

Á undanförnum árum hefur Gamanmyndahátíð Flateyrar sýnt tæplega 100 íslenskar gamanmyndir og ljóst að sá sjóður er ekki botnlaus, en hátíðarhöldurum hefur tekist að grafa ansi djúpt eftir mörgum myndum, og reyndar bjargað nokkrum þeirra frá glötun með því að fjármagna yfirfærslu mynda yfir á stafrænt form.

Svo hátíðin megi dafna og lifa um ókomna tíð þarf að framleiða fleiri gamanmyndir á Íslandi. Því skorar Gamanmyndahátíð Flateyrar á íslenskt kvikmyndagerðarfólk að framleiða fleiri gamanmyndir á komandi árum.

 

Facebook-síða hátíðarinnar.

Viðburður fyrir Gamanmyndahátíðina í ár.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar