fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Mamma Mia! Here We Go Again: Dansar yfir meðallagið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Mamma Mia sló í gegn um heim allan og þegar slíkt gerist, þá er bara eitt í stöðunni: að halda áfram að mjólka kúna, eða í þessu tilviki gullkistu ABBA. Framhaldsmyndin fer þá leið að tvinna saman upphafssöguna, hvernig aðalpersónan Donna kynntist mönnunum þremur sem höfðu svo afgerandi áhrif á líf hennar, og nútímann, þegar dóttirin Sophie fetar í fótspor móður sinnar.

Fyrri kaflinn er frábær, Lily James smellpassar í hlutverk Donnu, skemmtileg, litrík, leitandi, falleg, og svo getur hún sungið og dansað líka. Sama á við vinkonur hennar tvær og vonbiðlana þrjá, og sem betur fer fyrir tóneyru allra áhorfenda þá geta þau sungið mun betur en eldri og reyndari leikarar fyrri (og seinni) myndarinnar gera. Líklega eru margir enn að jafna sig eftir söng 007.

Seinni kaflinn er því miður ekki jafn vel skrifaður og hálf þunnur þrettándi, svona eins og forspil sem reynir að vera ABBA-smellur. Eitt atriði er alveg frábærlega samansett; þegar Sophie og Sky syngja saman eitt lag. Allir aðalleikarar fyrri myndarinnar snúa til baka í hlutverkum sínum, misstórum þó, en fá minna vægi hver og einn en í fyrri myndinni, enda kaflinn með þeim jú bara hálf myndin.

Tvær nýjar persónur eru kynntar til sögunnar og er önnur þeirra Sér á báti. Hún varð svo hrifin af ABBA og tónlistinni að plata með ábreiðum hennar af lögum ABBA er á leiðinni.

Ljóst er að þrátt fyrir að ein 17 lög séu í myndinni og annað eins í fyrri myndinni þá er lagabálkur ABBA engan veginn tæmdur. Vel má vera að þriðja myndin detti í kvikmyndahús innan einhverra ára, ef þessi mynd fellur í kramið hjá bíógestum. Ég á hins vegar von á að viðbrögðin verði mun dræmari en við fyrri myndinni.

Aðdáendur ABBA munu ekki fara vonsviknir heim þar sem tónlist ABBA og lífsgleði og skrokkhristingurinn sem hún framkallar fær mikið vægi. Þeir sem eru bara volgir aðdáendur eða engir munu hins vegar líklega ekki þakka framleiðendum fyrir myndina.

Að mínu mati siglir ABBA-fleyið þó yfir meðallagi vegna tónlistarinnar og upphafssögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“