Menning

Yung Nigo Drippin, 24/7 og Gvðjon með nýtt lag: „Fólkið þekkir þetta alveg – Þetta er bara slökun“

Ari Brynjólfsson skrifar
Föstudaginn 6. apríl 2018 19:30

Lagið Tvöfalt glas með Yung Nigo Drippin ásamt 24/7 og Gvdjon kom út í dag. Um er að ræða nýtt hafnfirskt rapplag sem fjallar fyrst og fremst um slökun.

DV heyrði í þeim Yung Nigo Drippin og 24/7 sem eru staddir á Akureyri:

„Við erum að spila á AK-Extreme, verðum á Sjallanum í kvöld,“

segir 24/7. Þeir segja að lagið sé góðæri í Hafnarfirði í hnotskurn:

„Við vorum að fíflast í stúdíói og bjuggum til fjögur lög á einu bretti, þetta er eitt af þeim. Svo fórum við í ónefnt hús í Hafnarfirði til að taka um myndbandið.“

Hvað þýðir Tvöfalt glas?

„Það þýðir bara tvöfalt glas lífsstíllinn, fólkið þekkir þetta alveg. Þetta er bara slökun.“

Lagið er framleitt af Izleifur og Hlandri. Myndbandinu er leikstýrt af Bryngeiri Vattnes. Yung Nigo Drippin mun á næstunni gefa út plötuna Yfirvinna, svo mun rapparinn 24/7 gefa út plötuna Tuttugu og fjórir.

Myndbandið við lagið Tvöfalt glas má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af