fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hinn hugrakki Houdini

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 9. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin um sjónhverfingamanninn Harry Houdini, Töfrar Houdini (The Magic of Houdini), sem RÚV sýndi síðastliðið miðvikudagskvöld, var áhugaverð. Jafnvel þeir sem lítinn áhuga hafa á töfrabrögðum og þeim brellum sem beitt er við þær hljóta að hafa horft af áhuga. Breski grínistinn Alan Davis rakti ævi Houdini og prófaði eitthvað af brellum hans. Flestar eru reyndar svo lífshættulegar að hann lét vera að spreyta sig á þeim.

Houdini reis upp úr fátækt og varð einn af frægustu einstaklingum síns tíma. Hann reyndi svo á líkama sinn að undir lok ævi, sem varð ekki löng, var mjög af honum dregið. Davis leitaði svara við því hvað varð til þess að Houdini reyndi svo mjög á sig og af hverju svo margar af brellum hans voru framkvæmdar í vatni. Hann vildi einnig fá svör við því hvernig Houdini fór að því að losa sig úr fjötrum sem ómögulegt virtist að losna úr. Maður horfði af áhuga á Houdini, mann alþýðunnar, sem slapp úr hverri lífshættunni á fætur annarri. Það var ekki annað mögulegt en að virða hugrekki hans og óttaleysi.

Heimsfrægt fólk þarf oft að gæta að aðdáendum sínum, en segja má að það hafi verið aðdáendur Houdini sem ollu dauða hans, eins og rakið var í myndinni. „Ég get ekki barist lengur,“ voru lokaorð Houdini. Dauðinn sigrar alla að lokum, líka þá sem eru vanir að sigra í hvert einasta sinn sem þeir berjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“