Joan Jonas heiðursgestur Sequences VII

Lögð verður áhersla á hvernig listamenn meðhöndla tímann

Mynd: EPA

Bandaríska myndlistarkonan og vídjólistafrumkvöðullinn Joan Jonas er heiðurslistamaður alþjóðlega myndlistartvíæringsins Sequences sem haldinn verður í áttunda sinn í Reykjavík í byrjun október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni í dag, en þar koma einnig fram þema hátíðarinnar í ár og nöfn 21 íslenskra og alþjóðlegra listamanna sem taka þátt í hátíðinni.

Joan Jonas er mikill brautryðjandi í vídjólist. Hún er fædd árið 1936 hefur allt frá sjöunda áratugnum verið í framvarðasveit þeirra sem blanda saman ólíkum miðlum í myndlist. Innsetningar hennar innihalda oftar en ekki blöndu af skúlptúrum, leikhúsi, dansi, hljóðum, texta, teikningum og myndböndum. Hún tók þátt í Feneyjatvíæringnum árið 2015 fyrir hönd Bandaríkjanna. Valin verk af ferli Jonas verða sýnd á einkasýningu í Nýlistasafninu á hátíðinni og þá mun listakonan sjálf flytja gjörning í Tjarnarbíói í samstarfi við tónlistarkonuna Maríu Huld Markan úr Amiinu.

Þema hátíðarinnar í ár verður „Elastic hours,“ sem gæti útlagst á íslensku sem „Sveigjanlegar stundir,“ og eins og áður hefur komið fram er það Margot Norton, sýningarstjóri New Museum í New York, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Sequences verður þemað notað til að teygja út yfirskrift tvíæringsins, sem er rauntími (e.Real Time), þannig að það nái ekki aðeins yfir tímatengd listaverk heldur listsköpunina sjálfa. Þannig veðrur lögð áhersla á það hvernig listamenn meðhöndla tímann sem hráefni í sköpunarferlinu, teygja tímann, endurtaka og snúa við sólarhringnum. Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og -mælingar.

Eftirfarandi listamenn taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni í ár.

Helena Aðalsteinsdóttir (f. 1990)
Birgir Andrésson (f. 1955, d. 2007)
Hildigunnur Birgisdóttir (f. 1980)
Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990)
Elín Hansdóttir (f. 1980)
David Horvitz (f. 1982) og Jófríður Ákadóttir (f. 1994)
Anna K.E. (f. 1986) og Florian Meisenberg (f. 1980)
Alicja Kwade (f. 1979)
Florence Lam (f. 1992)
Nancy Lupo (f. 1983)
Sara Magenheimer (f. 1981)
Rebecca Erin Moran (f. 1976)
Eduardo Navarro (f. 1979)
Ragnar Helgi Ólafsson (f. 1971)
Roman Ondák (f. 1966)
Habbý Ósk (f. 1979)
Agnieszka Polska (f. 1985)
Aki Sasamoto (f. 1980)
Cally Spooner (f. 1983)
Una Sigtryggsdóttir (f. 1990)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.