Menning

Kathy Griffin með uppistand í Hörpu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 13:08

Grammyverðlaunahafinn, Emmy-verðlaunahafinn, sjónvarps- og kvikmyndastjarnam og ein fyndasta kona Bandaríkjanna, Kathy Griffin, verður með uppistand í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 29. nóvember næstkomandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kathy fer í túr um heiminn, en ferðalagið hefst í október á Nýja-Sjálandi áður en hún heldur til Evrópu, Íslands þar á meðal. Sýningin heitir Laugh Your Head Off, en það er væntanlega vísan í umdeilda mynd sem Kathy birti í mars síðastliðnum. Þar sást hún halda á eftirlíkingu af blóðugu höfði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en myndin vakti hneykslun margra. Meðal annars sleit CNN samstarfi sínu við Kathy.

Á uppistandinu mun Kathy segja frá hinni umdeildu mynd og írafárinu sem fylgdi í kjölfarið.

„Ein mynd leiddi til þess að ég fékk boð úr öllum heimshornum. Og nú hlakka ég til að skemmta áheyrendum með því að segja þeim alla þessa fáránlegu en sprenghlægilegu sögu,“ segir Kathy í tilkynningu frá aðstandendum uppistandsins í Hörpu. Griffin heldur áfram: „Sýning mín er alls ekki fyrir viðkvæma og því ættu krakkarnir að vera heima. Mottóið mitt er „Funny First“ en hafiði engar áhyggjur því ég mun ekki hlífa nokkrum manni,“ en bætir síðan við, „en samt í fullri vinsemd“.

Miðasala hefst á harpa.is-tix.is og í síma 528 50 50 á föstudaginn klukkan 10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 5 dögum

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai
Menning
Fyrir 5 dögum

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður
Menning
Fyrir 9 dögum

Bókin á náttborði Steingerðar

Bókin á náttborði Steingerðar
Menning
Fyrir 10 dögum

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“
Menning
Fyrir 11 dögum

Frægur leikstjóri mælir með Björk: „Besta plata í heiminum til þess að ríða við“

Frægur leikstjóri mælir með Björk: „Besta plata í heiminum til þess að ríða við“
Menning
Fyrir 11 dögum

Tónleikar Jessie J: Hver er Sebastian á bílaleigunni?

Tónleikar Jessie J: Hver er Sebastian á bílaleigunni?
Menning
Fyrir 13 dögum

Orange is the New Black: Fangarnir í Litchfield snúa aftur í júlí

Orange is the New Black: Fangarnir í Litchfield snúa aftur í júlí
Menning
Fyrir 13 dögum

Vinnuslys Jeremy Renner breytti öllu: Með tölvuteiknaða handleggi í nýrri kvikmynd

Vinnuslys Jeremy Renner breytti öllu: Með tölvuteiknaða handleggi í nýrri kvikmynd