fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Kathy Griffin með uppistand í Hörpu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grammyverðlaunahafinn, Emmy-verðlaunahafinn, sjónvarps- og kvikmyndastjarnam og ein fyndasta kona Bandaríkjanna, Kathy Griffin, verður með uppistand í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 29. nóvember næstkomandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kathy fer í túr um heiminn, en ferðalagið hefst í október á Nýja-Sjálandi áður en hún heldur til Evrópu, Íslands þar á meðal. Sýningin heitir Laugh Your Head Off, en það er væntanlega vísan í umdeilda mynd sem Kathy birti í mars síðastliðnum. Þar sást hún halda á eftirlíkingu af blóðugu höfði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en myndin vakti hneykslun margra. Meðal annars sleit CNN samstarfi sínu við Kathy.

Á uppistandinu mun Kathy segja frá hinni umdeildu mynd og írafárinu sem fylgdi í kjölfarið.

„Ein mynd leiddi til þess að ég fékk boð úr öllum heimshornum. Og nú hlakka ég til að skemmta áheyrendum með því að segja þeim alla þessa fáránlegu en sprenghlægilegu sögu,“ segir Kathy í tilkynningu frá aðstandendum uppistandsins í Hörpu. Griffin heldur áfram: „Sýning mín er alls ekki fyrir viðkvæma og því ættu krakkarnir að vera heima. Mottóið mitt er „Funny First“ en hafiði engar áhyggjur því ég mun ekki hlífa nokkrum manni,“ en bætir síðan við, „en samt í fullri vinsemd“.

Miðasala hefst á harpa.is-tix.is og í síma 528 50 50 á föstudaginn klukkan 10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar