Fyrsta sólóplata Högna tekur á sig mynd

Tíu laga platan Two Trains kemur út hjá Erased Tapes í október

Svona mun umslag fyrstu sólóplötu Högna Egilssonar, Two trains, líta út.
Tvær lestar Svona mun umslag fyrstu sólóplötu Högna Egilssonar, Two trains, líta út.

Nýlega var tilkynnt að Högni Egilsson, tónskáld og tónlistarmaður, sem meðal annars hefur gert garðinn frægan með hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus, hefði skrifað undir útgáfusamning við breska útgáfufyrirtækið Erased Tapes.

Nú eru komnar frekari upplýsingar um fyrstu plötu hans hjá fyrirtækinu og hans fyrstu sólóplötu undir eigin nafni.

Platan sem nefnist Two Trains mun koma út í október og innihalda 10 lög á íslensku og ensku. Samkvæmt tilkynningu sem birtist á Resident Advisor leitar Högni meðal annars að innblæstri í upphaf iðnvæðingar Íslands í upphafi 20. aldarinnar og eimlestunum tveimur sem voru fluttar til landsins og notaðar til að aðstoða við byggingu Reykjavíkurhafnar – en þetta eru einu lestarnar sem starfræktar hafa verið á landinu. Tónlistin á plötunni ku innihalda skellandi takta, málmkennda hljóma og geigvænlegar kór-útsetningar.

Umslagi plötunnar hefur nú verið deilt á netinu auk fyrstu smáskífunnar, Komdu með, sem er aðgengilegt á streymissíðunni Soundcloud og hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.