Future á leið til landsins

2017 er hans ár
Future 2017 er hans ár
Mynd: EPA

Rapparinn Furture mun halda tónleika hér á landi þann 8. október næstkomandi. Emmsjé Gauti og Aron Can munu sjá um upphitun fyrir kappann.

Future, sem er 33 ára gamall, er þekktur fyrir hljóðgerflað klúbbarapp. Hann gaf út tvær plötur sem toppuðu bandaríska Billboard vinsældalistann á þessu ári, FUTURE og HNDRXX. Meðal þekktustu laga hans eru Selfish (með Rihönnu), Used to This (með Drake) og You da Baddest (með Nicki Minaj).

Hip-hop tónlist hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsæl á Íslandi og einmitt nú. Á þessu ári hafa stórstjörnur á borð við Young Thug, Rick Ross, Foreign Beggars, Big Sean og nú síðast hljómsveitin Migos troðið upp á Íslandi. Líkt og Migos kemur Future frá borginni Atlanta í Georgíufylki. Þessi tvö atriði hafa margoft spilað saman á tónleikum.

Miðasala hefst föstudaginn 25. ágúst á síðunni tix.is klukkan 10:00 en forsala Senu Live fer fram sólarhring áður.
Miðaverð er kr. 9.990 í stæði en 14.990 í númerað sæti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.