fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þegar draumar barnæskunnar hrynja

Bíódómur: Glerkastalinn – The Glass Castle

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Glass Castle er byggð á samnefndri metsölubók Jeannette Wells, sem segir frá barnæsku hennar og systkina hennar, en þau ólust upp hjá drykkfelldum föður þeirra, sem var draumóramaður, sem hélst ekki á neinni vinnu. Móðirin var að eigin sögn listamaður, en hvorki seldi né sýndi eitt einasta verk.

Mikið rótleysi einkenndi æsku systkinanna, en stöðugt var flutt í skjóli nætur þegar von var á innheimtumönnum. Þau gengu ekki í skóla, oft var enginn matur til á heimilinu svo dögum skipti og þau lærðu fljótt að bjarga sér sjálf og hugsa um hvert annað. Á jólum og afmælum voru ekki til peningar fyrir gjöfum og fengu því börnin sem dæmi að gjöf eigin stjörnu á himninum. Uppeldi föðurins einkenndist meira af harðri góðmennsku, en ástúð, eins og atriðið þegar hann kennir Jeannette að synda sýnir svo sannarlega.

Woody Harrelson (The People vs. Larry Flynt, No Country For Old Men) og Naomi Watts (Mulholland Drive, King Kong) leika foreldrana og gæti Harrelson uppskorið Óskarstilnefningu fyrir túlkun sína á fjölskylduföðurnum, sem mistekst svo hrapallega að sjá fyrir fjölskyldunni sinni, enda glímir hann við djöfla úr eigin barnæsku. Föðurnum, sem börnin bæði elska og hata, líkt og áhorfendur. Watts sýnir enga litríka takta, er meira svona viðhengi sem kóar með eiginmanninum og stendur aldrei á móti uppeldisaðferðum hans.

Brie Larson (Room) leikur Jeannette á fullorðinsárum, þegar hún er orðin glæsilegur slúðurdálkahöfundur á tímariti í New York og unnusta ríks fjármálagreinis, sem Max Greenfield (Schmidt í sjónvarpsþáttunum New Girl) leikur. Samband þeirra er slétt og fellt, en ástríðu- og ævintýralaust. Þegar Jeannette rekst á foreldra sína í byrjun myndar, sem eru orðin hústökufólk í yfirgefinni byggingu í New York, byrjar hún að rifja upp barnæskuna og uppeldið.

Atriðin úr æsku systkinanna eru betri hluti myndarinnar og leika öll börnin systkinin óaðfinnanlega á hinum ýmsa aldri, þó að hæst beri á stelpunum sem leika Jeannette, en hún virðist hafa verið sú eina af systkinunum sem hafði bein í nefinu til að svara föðurnum. Atriðin þegar hún er orðin fullorðin eru ekki jafn heillandi, en engu að síður nauðsynlegur hluti sögunnar. Mun Jeannette sættast við föður sinn og kenndi hann henni jafnvel meira með óhefðbundnum aðferðum en hún gerir sér grein fyrir?

Myndin er rétt yfir tveir tímar og hefði alveg þolað að vera styttri. Hér er um dramamynd að ræða, sérstaklega í fullorðins köflunum. Ef áhorfandinn er að leita að spennu og sprengingum þá er þær ekki að finna í Glerkastalanum.

Niðurstaða: Hjartnæm, áhugaverð og vel leikin uppvaxtarsaga, sem mætti vera styttri að lengd.

Kvikmyndin The Glass Castle er komin í sýningar í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“