Daniel Craig leikur Bond í fimmta sinn

Daniel Craig hefur leikið Bond í fjórum myndum en næsta Bond-mynd verður hans síðasta.
Flottur Daniel Craig hefur leikið Bond í fjórum myndum en næsta Bond-mynd verður hans síðasta.

Breski leikarinn Daniel Craig hefur staðfest að hann muni leika njósnara hennar hátignar, James Bond, einu sinni enn. Þetta gerði Craig í þætti Stephens Colberts, The Late Show, í gærkvöldi.

Þetta verður í fimmta sinn sem Craig bregður sér í hlutverk njósnarans en jafnframt það síðasta.

Hávær orðrómur hafði verið uppi um að Craig myndi taka að sér hlutverkið en Craig hafði ekki viljað staðfesta það, ekki fyrr en í gærkvöldi. „Ég vil enda þetta með látum og get ekki beðið,“ sagði hann.

Craig hefur þegar leið Bond í myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Ekki liggur fyrir hvenær næsta Bond-mynd, sem verður sú 25 í röðinni, verður frumsýnd en gera má ráð fyrir að það verði einhverntímann árið 2019.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.