fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Annabelle kom, sá og sigraði

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllingsmyndin Annabelle: Creation var aðsóknarmesta kvikmyndin í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um helgina, en myndin þénaði alls 35 milljónir dala um frumsýningarhelgina.

Myndin tengist Conjuring-myndunum sterkum böndum og hefur hún fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum. Myndinni er leikstýrt af David F. Sandberg sem leikstýrði einnig hryllingsmyndinni Lights Out sem kom út á síðasta ári. Annabelle: Creation er framhald myndarinnar Annabelle sem kom út árið 2014 en sú halaði inn 37,1 milljón Bandaríkjadala fyrstu frumsýningarhelgina.

Næstvinsælasta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum var myndin Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan, en hún þénaði 11,4 milljónir dala um helgina. Það er dágott miðað við að myndin hefur nú verið í sýningu yfir fjórar helgar. Í þriðja sæti var svo myndin The Dark Tower, sem byggð er á bókum Stephen King, en myndin þénaði 7,9 milljónir dala um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla