Iceland Airwaves: 40 flytjendur bætast við dagskrána

Maus fagna 20 ára útgáfuafmæli plötunnar „Lof mér að falla að þínu eyra“

Nýsjálenska tónlistarkonan Amelia Murray sem kallar sig Fazerdaze er ein þeirra sem kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember.
Spennandi nýliði Nýsjálenska tónlistarkonan Amelia Murray sem kallar sig Fazerdaze er ein þeirra sem kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember.

Í gær var tilkynnt um 40 nýja flytjendur sem bæst hafa við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves 2017 sem fer fram í Reykjavík og á Akureyri í nóvember.

Meðal sveita sem bætast við dagskrána eru Pinegrove (BNA), IDER (Bre), Fazerdaze (NS) og Lost Horizon (Bre) sem er ný hljómsveit Simon Raymonde bassaleikara Cocteau Twins og eiganda hljómplötuútgáfunnar Bella Union.

Þá munu íslenskir listamenn á borð við Aron Can, Joey Christ, JóiPé & Króli, Gus Gus og 200.000 Naglbítar koma fram á hátíðinn. Indírokksveitin Maus mun enn fremur fagna 20 ára útgáfuafmæli plötunnar Lof mér að falla að þínu eyra með tónleikum á hátíðinni.

Áður hefur meðal annars verið tilkynnt að Fleet Foxes, Billy Bragg, Mumford and Sons, Emiliíana Torrini, Ásgeir og fjölmargir fleiri komi fram á hátíðinni sem fer fram 1. til 5. nóvember næstkomandi í Reykjavík og á Akureyri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.