Yngsti sonur Chaplin leikur í Fríkirkjunni

Christopher Chaplin spilar með Stereo Hypnosis á áttundu Extreme Chill-hátíðinni

Christopher James Chaplin hefur gert garðinn frægan í kvikmyndum en hefur nú snúið sér alfarið að tónlistinni.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Christopher James Chaplin hefur gert garðinn frægan í kvikmyndum en hefur nú snúið sér alfarið að tónlistinni.
Mynd: Alek Kawka

Leiklistar og leikstjórnarhæfileikar Charlie Chaplin eru óumdeildir, en það vita færri að hann samdi og útsetti tónlistina fyrir fjölda kvikmynda sinna.
Gott tónskáld Leiklistar og leikstjórnarhæfileikar Charlie Chaplin eru óumdeildir, en það vita færri að hann samdi og útsetti tónlistina fyrir fjölda kvikmynda sinna.

Tónskáldið og leikarinn Christopher James Chaplin, yngsti sonur Charlie Chaplin, kemur fram með íslensku hljómsveitinni Stereo Hypnosis á tónlistarhátíðinni Extreme Chill í Reykjavík um helgina. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld.

Christopher er fæddur í Sviss árið 1962 og er hann yngsta barn kvikmyndaleikstjórans og fjórðu eiginkonu hans, Oonu O‘Neill - en hún var dóttir bandaríska nóbelsskáldsins Eugene O'Neill. Christopher fetaði í fótspor föður síns og lék í sjö kvikmyndum á níunda og tíunda áratugnum. Árið 2005 sneri hann sér alfarið að tónlistinni og hefur hann meðal annars starfað með þýska tilraunatónskáldinu og krautrock-goðsögninni Hans-Joachim Roedelius. Nú kemur hann fram með raftríóinu Stereo Hypnosis sem skipað þeim Þorkatli Atlasyni og feðgunum Pan Thorarensen og Óskari Thorarensen.

Auk Chaplin koma nokkrir þekktir raf- og sveimtónlistarmenn á borð við The Orb, Courtesy, Mixmaster Morris og Studnitzky fram á Extreme Chill-tónlistarhátíðinni sem er nú haldin í áttunda sinn, en í fyrsta skipti í Reykjavík. „Þetta er líklega stærsta hátíðin hingað til - fjórir dagar og sex tónleikastaðir,“ segir Pan, sem er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

Extreme Chill hátíðin fer fram 6. til 9. júlí víðsvegar um Reykjavík. Miðasala fer fram á Miði.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.