Óvenjuleg kynningarherferð

Arcade Fire hefur farið óvejulegar leiðir í kynningu á nýjustu breiðskífu sinni, Everything Now

Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire fór ansi óhefðbundnar leiðir til að auglýsa fimmtu breiðskífu sína, Everything Now, sem kom út föstudaginn 28. júlí. Í maí birtist aðgangur á Twitter sem leit út eins og gerviaðgangur rússneskra hakkara en deildi hins vegar ekki vírusum heldur ýmsum upplýsingum um plötuna.

Þá hafa verið settar upp fjölmargar vefsíður sem skopstæla og líta út eins og þekktar tónlistarfréttasíður, en þar hafa uppspunnar fréttir og álitsgreinar þar sem lítið er gert úr sveitinni verið birtar. Hluti af markaðssetningunni hefur líka falist í uppsetningu gervifréttasíðna sem hafa sagt samsæriskenningalegar fréttir um tengsl sveitarinnar við hryðjuverkahópa.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.