Uppáhaldsverk Breta er eftir Banksy

Breska þjóðin heldur mest upp á götulistaverkið Stelpa með blöðru

Götulistaverkið „Stelpa með blöðru“ eftir huldumanninn Banksy er það myndlistarverk eftir Breta sem er í mestu uppáhaldi hjá bresku þjóðinni samkvæmt nýlegri könnun The Frame National Art Audit. Verkið birtist upphaflega árið 2002 á vegg verslunarhúsnæðis í Austur-London. Síðar tókst að ná verkinu af veggnum og selja á uppboði.

Í næstu sætum á listanum eru hefðbundnari málverk, The Hay Wain eftir John Constable, The Singin Butler eftir Jack Vettriano og The Fighting Temeraire eftir JMW Turner, en einnig vekur athygli að verk sem unnin voru sem umslög fyrir plötur Bítlanna, Pink Floyd og Sex Pistols eru einnig í 20 efstu sætunum.

Ekki eru allir sammála um ágæti verksins en Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi The Guardian, segir verkið vera væmna vitleysu sem smætti mannlegar tilfinningar niður í það yfirgengilega og augljósa.

Hér fyrir neðan er listinn yfir þau 20 verk sem Bretar halda mest upp á.

 • 1 Girl with Balloon eftir Banksy
 • 2 The Hay Wain eftir John Constable
 • 3 The Singing Butler eftir Jack Vettriano
 • 4 The Fighting Temeraire eftir JMW Turner
 • 5 The Angel of the North eftir Antony Gormley
 • 6 Going to the Match eftir LS Lowry
 • 7 The Lady of Shalott eftir John William Waterhouse
 • 8 Plötuumslag Sgt. Pepper's lonely heart's club band eftir Peter Blake
 • 9 Plötuumslag Dark Side of the Moon eftir Hipgnosis og George Hardie
 • 10 Mares and Foals in a River Landscape eftir George Stubbs
 • 11 Mr and Mrs Andrews eftir Thomas Gainsborough
 • 12 Millais Ophelia eftir John Everett
 • 13 Balanced Rock Misty eftir Andy Goldsworthy
 • 14 A Bigger Splash eftir David Hockney
 • 15 Movement in Squares eftir Bridget Riley
 • 16 ArcelorMittal Orbit eftir Anish Kapoor
 • 17 A Couple Hold Hands in the Street eftir Stik
 • 18 Scallop eftir Maggi Hambling
 • 19 Reclining Figure eftir Henry Moore
 • 20 Plötuumslag Never Mind the Bollocks eftir Jamie Reid
Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.