Ný plötuútgáfa sett á laggirnar

Figureight mun starfa með íslenskum og bandarískum tónlistarmönnum

Shahzad Ismaily, stofnandi Figureight, ásamt Jófríði Ákadóttur sem er ein af átta tónlistarmönnum sem starfa með útgáfufyrirtækinu.
Á milli Íslands og Bandaríkjanna Shahzad Ismaily, stofnandi Figureight, ásamt Jófríði Ákadóttur sem er ein af átta tónlistarmönnum sem starfa með útgáfufyrirtækinu.
Mynd: figureight

Á miðvikudag var formlega tilkynnt um stofnun nýs íslensks-bandarísks útgáfufyrirtækis Figureight, en það eru Hildur Maral Hamíðsdóttir og tónlistarmaðurinn Shahzad Ismaily sem standa að fyrirtækinu. Fyrirtækið er nátengt hljóðverinu Figure 8 í Brooklyn, New York, sem Shahzad setti á laggirnar fyrir nokkrum árum og ýmsir íslenskir listamenn hafa tekið upp í.

Átta tónlistamenn hafa nú þegar gert samninga við Figureight um útgáfu á tónlist, bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn. Figureight hefur prófað sig áfram með útgáfu á undanförnum mánuðum en platan Makríl eftir Indriða kom til að mynda út á vegum þess auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið.

Samkvæmt tilkynningu frá Figureight leggur fyrirtækið mikið upp úr að vinna náið með listamönnunum og hjálpa þeim að þróa sína listrænu sýn. Tónlistin sem verður gefin út hjá Figureight á það sameiginlegt að vera innhverf, feimin, einlæg, undarleg og einstök.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.