Menning

Dinosaur Jr. í Hörpu: „Hér byrjaði grunge-ið!“

Nostalgían sveif yfir vötnum – Hávært, hratt en látlaust

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 29. júlí 2017 15:00

Þegar gengið var inn í Silfurbergssalinn í Hörpu var augljóst að miðasalan hafði ekki gengið nógu vel því að einungis helmingur salarins var notaður. Þeir sem mættu voru margir á boðsmiðum eða höfðu keypt miða í gegnum ýmis nettilboð.

Fólkið sem var mætt var hins vegar ákaflega spennt. „Hér er gamall nördadraumur að rætast,“ sögðu tveir aðdáendur Dinosaur Jr. til 30 ára. Nostalgían hefur augljóslega drifið marga af stað. Fólk milli fertugs og fimmtugs var búið að draga fram skógarhöggsmannaskyrturnar sínar og gömlu grugg-bolina.
Hér voru líka mættir svokallaðir „hljóðfæra-nördar“ sem lesa tímarit á borð við Bass Player, og fólk sem vinnur í hljóðfæraverslunum. Það fór ekki á milli mála að einhver mikil lotning var að fara í gang.
Dinosaur Jr. hefur ekki mikið fjöldafylgi en áhrifin leyna sér ekki. „Hér byrjaði gruggið!“ sagði einn spenntur tónleikagestur. Annar sagði fólk ekki fatta hversu stórt þetta band er. „Þetta er bandið sem hafði áhrif á Mudhoney, sem höfðu svo áhrif á Nirvana.“ Þótt vissulega væri fámennt var svo sannarlega góðmennt.

Upphitunarband kvöldsins var Oyama frá Reykjavík. Krúttlegt og ungæðislegt fimm manna indie-band með sterka vísun í tíunda áratuginn, þegar Dinosaur Jr. áttu sinn blómatíma. Kvintettinn stóð sig með prýði og endaði sína dagskrá með ruslatunnuendi sem hefði sæmt AC/DC. Þau fengu gott klapp frá salnum að launum.

Stilla upp fyrir tónleikana.
Oyama Stilla upp fyrir tónleikana.

Mynd: Sena

Eins og að ganga inn á hljómsveitaræfingu

Þegar aðalnúmer kvöldsins steig á svið var mikið fagnað. Þríeykið frá Massachusetts lét það hins vegar ekkert stíga sér til höfuðs. Þrátt fyrir að hafa verið í bransanum síðan 1984 er varla rokkstjörnubein til í þeim. Tónleikarnir voru háværir og hraðir en látlausir með eindæmum, líkt og maður hefði gengið inn á hljómsveitaræfingu. Höfuðpaur bandsins, söngvarinn og gítargúrúinn J Mascis, ræddi ekki mikið við salinn heldur lét tónlistina tala. Hann tilkynnti þó salnum að öll hljóðfæri sveitarinnar hefðu týnst í fluginu. Flestir tónleikagestir hefðu sennilega fórnað fingri fyrir að fá að lána honum gítar.

Trommarinn Murph rúllaði eins og vél og sló ekki feilhögg. En það var bassaleikarinn Lou Barlow sem glæddi tónleikana lífi. Hann söng nokkur af lögunum og kom með þarft pönk inn í sýninguna. Algjör andstæða við hinn stjarfa Mascis.

Trommari.
Murph Trommari.

Mynd: Mummi Lú

Nýja efnið betra

Dinosaur Jr. hófu tónleikana á smelli frá gullaldartímanum, „Thumb“, til að keyra salinn í gang. Síðan komu þrjú lög af nýjustu plötu sveitarinnar, „Give a Glimpse of What Yer Not“ frá 2016, sem sennilega fæstir í salnum höfðu heyrt en var hápunktur tónleikana. Þessi nýju lög eru á einhvern hátt kröftugri en eldra efni sveitarinnar. Þeim var einnig virkilega vel tekið.

Þá var komið að tveimur róturum að láta ljós sitt skína. Annar greip í kjuða en hinn í gítar og þeir spiluðu gamla hittarann „The Wagon“ með hljómsveitinni. Þetta kom nokkuð vel út þó að trymblarnir tveir spiluðu nákvæmlega það sama. Óvenjulegt, flippað og skemmtilegt.

Eftir þetta var farið vítt og breitt um feril bandsins. Salurinn tók kipp þegar bandið tók „Feel the Pain“ en það vakti athygli að þeir slepptu „Watch the Corners“, einu vinsælasta lagi sveitarinnar. Tónleikarnir enduðu á ábreiðu af The Cure-laginu „Just Like Heaven“ en það var einmitt lagið sem kom hljómsveitnni á kortið fyrir sléttum 30 árum síðan.

Enginn fór óánægður frá þessum tónleikum og flestir hafa sennilega hugsað: Fólk kann ekki gott að meta.

Bassaleikari.
Lou Barlow Bassaleikari.

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Menning
Fyrir 4 dögum

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!
Menning
Fyrir 4 dögum

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út
Menning
Fyrir 5 dögum

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð
Menning
Fyrir 5 dögum

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef
Menning
Fyrir 1 viku

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum
Menning
Fyrir 1 viku

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum