Menning

Hvað er þungarokk? Geitur, rautt kjöt og byggingarstörf nefnd í könnun

Gestir þungarokkshátíðar svöruðu – 12% telja banana vera metal

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 19:00

Blaðamaðurinn Theo Hagman Rogogwski fór á þungarokkshátíðina Gefle Metal Festival í Svíþjóð til að að komast að því hvaða eiginleikar væru mest „metal“. Hann fékk hugmyndina af uppátækinu þegar hann tók eftir því að um 2/3 af karltónleikagestum voru með skegg. Skegg hlyti því að vera mjög metal. En hvað annað? Hér eru niðurstöðurnar.

Trú

Satanismi eru mestu metal trúarbrögðin samkvæmt 34% svarenda. Það ætti svosem ekki að koma á óvart í ljósi þess að kölski kemur oft fyrir í lagatextum og framan á plötum þungarokkssveita.

Ekki langt á eftir kemur Ásatrú með 30%. Hér eru augljós tengslin við víkingana, skeggjaða og vopnaða. Til er sérstök tegund þungarokks sem heitir einfaldlega víkingametall sem íslenska hljómsveitin Skálmöld og færeyska hljómsveitin Týr spila.

Hefðbundin trúarbrögð á borð við kristni, islam og búddisma áttu ekki upp á pallborðið hjá metalhausum. En trúleysi kom í þriðja sæti með 17%.

Mjög metal
Satan Mjög metal

Mynd: Vice

Dýr

30% svarenda töldu geitina vera mest metal dýrið. Hér er augljós tengingin við satanisma þar sem geithafur hefur lengi verið táknmynd djöfulsins. Aleister Crowley, upphafsmaður nútíma satanisma og uppáhald margra þungarokkara, notaði geitina iðulega í myndmáli sínu.

Í öðru sæti kom úlfurinn með 22% og langt þar á eftir kötturinn í þriðja sæti.

Starf

39% svarenda töldu byggingarverkamenn vera mestu metal stéttina. Að lyfta þungum hlutum, nota stór verkfæri úr járni og stáli, að vera útataður í drullu og starfa í miklum hita er mjög metal.

Flestir svarenda töldu það ekki starf að vera í þungarokkshljómsveit heldur áhugamál sem sumir fá greitt í aðra hönd fyrir. Svipað og golf.

Áhugamál

Að spila og hlusta á þungarokk trónir hér á toppnum, sem kemur sennilega ekki á óvart. 37% svarenda tóku það fram.
Í öðru sæti, með 24%, er að „detta í það“ (og hlusta á tónlist). Gera má ráð fyrir að margir sem svöruðu könnuninni hafi einmitt verið undir áhrifum.

Þungarokkari síns tíma
Ludvig van Beethoven Þungarokkari síns tíma

Tónlist (önnur en metal)

Flestir svarenda, 30%, töldu klassíska tónlist vera líkasta þungarokki. Umfjöllunarefni tónskálda á borð við Beethoven og Grieg, er að mörgu leyti svipað og hjá þungarokkssveitum. Ævintýri og fantasía. Margar þungarokkshljómsveitir hafa flutt tónlist sína í samvinnu við sinfóníur og strengjasveitir. Þá var einnig tekið fram að klæðnaðurinn á blómaskeiði klassískrar tónlistar minnti svarendur á vampírur.

Matur og drykkur

Allir töldu áfengi vera mest metal drykkinn, 88% af þeim nefndu bjór sérstaklega. Sennilega hafa bindindismennirnir sleppt því að mæta á hátíðina.

63% töldu rautt kjöt, af hvaða dýri sem er, samsvara metal senunni best. Blóð og dauði eru eiginleikar sem þungarokkarar telja passa best.

Þegar spurt var út í ávexti og ber voru svörin neikvæð. 41% töldu enga ávexti vera metal. Einn svarenda sagðist ekki hafa borðað ávöxt síðan hann var 5 ára gamall. 14% töldu banana mest metal og 11% blóðappelsínu.

Áberandi litur í þungarokki
Svartur Áberandi litur í þungarokki

Mynd: EPA

Litur

Það kemur sennilega ekki á óvart að svartur skulu tróna á toppnum með þó aðeins 77%. Svartir leðurjakkar, leðurbuxur, hettupeysur og stuttermabolir eru áberandi á þungarokkshátíðum.

12% töldu rauðan vera meira metal, vegna blóðsins. Í þriðja sæti kom gulur með aðeins 2%.

Stjórnmál

Flestir töldu engan stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann vera metal, eða 68%. Stjórnmálaumræða og þungarokk færi einfaldlega ekki saman.

9% nefndu Leif Pagrotsky, þingmann Sósíaldemókrata um margra ára skeið. Hann hefur mætt reglulega á þungarokkstónleika og margir svarenda þekkja hann persónulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Menning
Fyrir 4 dögum

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!
Menning
Fyrir 4 dögum

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út
Menning
Fyrir 5 dögum

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð
Menning
Fyrir 5 dögum

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef
Menning
Fyrir 1 viku

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum
Menning
Fyrir 1 viku

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum