Nafnið þótti of pólitískt

Anarkía listasalur í Kópavogi mun framvegis heita Artgallerí-Gátt

Artgallerí-Gátt er nýtt nafn listamannarekna gallerísins sem áður hét Anarkía. Galleríið hefur verið starfrækt í Kópavogi undanfarin fjögur ár og hefur bæði sýnt verk eftir lærða listamenn og leikna. Nafnbreytingin var ákveðin á aðalfundi gallerísins í júní.

„Erlendum listamönnum finnst Anarkía einfaldlega of pólitískt tengt og eru þess vegna hikandi við að sýna hjá okkur. Það var því ákveðið á síðasta aðalfundi að taka upp ARTgallerý-Gáttar nafnið og nú strax á sumarsýningum gallerísins erum við að fá marga erlenda listamenn sem sýna hjá okkur undir nýju nafni,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarrýmisins vegna nafnabreytingarinnar.

Næsta sýning í galleríinu verður opnuð 20. júlí þegar Monique Becker og Hugo Mayer opna sýningu á verkum sínum auk Jóhönnu Þórhallsdóttur.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.