Högni skrifar undir hjá bresku útgáfufyrirtæki

Högni mun gefa út plötu hjá Erased Tapes Records sem einnig gefur út tónlist Ólafs Arnalds

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Á miðvikudag var tilkynnt að Högni Egilsson, tónskáld og tónlistarmaður, sem meðal annars hefur gert garðinn frægan með hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus, hefði skrifað undir útgáfusamning við breska útgáfufyrirtækið Erased Tapes.

Útgáfufyrirtækið leggur sérstaka áherslu á framúrstefnutónlist og meðal listamanna sem gefa út hjá fyrirtækinu eru Nils Frahm, Ólafur Arnalds og Kiasmos. „Ég hef fylgst mikið með fyrirtækinu á undanförnum árum og get ekki beðið eftir að starfa með þeim í framtíðinni. Spennandi tímar framundan,“ skrifaði Högni á opinbera Facebook-síðu sína.

Í tilefni að tilkynningunni settu aðstandendur Erased Tapes-útgáfunnar örstutt og órætt kynningarmyndband inn á Youtube og má sjá það hér fyrir neðan.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.