Hlustaðu á fyrsta lag Gus Gus í 3 ár

Daníel Ágúst og Biggi Veira
Gus Gus Daníel Ágúst og Biggi Veira
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Featherlight er fyrsta lagið af nýrri plötu Gus Gus, Lies Are More Flexible, sem kemur út í haust. Þetta verður 10. breiðskífa hljómsveitarinnar og sú fyrsta í 3 ár.

Gus Gus var upphaflega 10 manna fjöllistahópur sem innihélt meðal annarra Hafdísi Huld og Emilíönu Torrini. Síðan hefur fækkað í hópnum og nú samanstendur hljómsveitin af söngvaranum Daníel Ágúst Haraldssyni og plötusnúðinum Birgi Þórarinssyni (Bigga veiru).

Það var Gjörningaklúbburinn (The Icelandic Love Corporation) sem sá um gerð myndbandsins við lagið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.