Menning

Opnar nýtt gallerí í Keflavík

Listakonan Tobba Óskarsdóttir lætur drauminn rætast og opnar eigið gallerí

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 26. júní 2017 21:30

Listakonan Tobba, Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir, lét gamlan draum rætast á dögunum og opnaði sitt eigið gallerí, gallerí Garðarshólma, í tæplega aldargömlu húsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að opna mitt eigið gallerí. Nú er ég orðin 42 ára svo það var ekki seinna vænna að láta drauminn rætast,“ segir Tobba sem hefur sjálf fengist við myndlist, höggmyndagerð, skartgripagerð, húsgagnagerð og fjölmargt fleira frá unglingsaldri.

„Þetta er sérstaklega spennandi því það er nánast ekkert að gerast hérna í bænum. Búðum er frekar lokað en hitt og fólk helst ekki hérna – það eru allir að fara til Reykjavíkur. Það er ekkert gallerí í bænum og listamenn þurfa annaðhvort að fara til Reykjavíkur til að selja eða gera það heima hjá sér,“ segir hún.

Galleríið er til húsa í rétt tæplega hundrað ára gömlu húsi við Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ sem áður hýsti húsgagnaverslunina Garðarshólma, og þaðan kemur nafn gallerísins. Tobba mun búa á efri hæð hússins og vera með vinnustofu en sýningarrýmið verður á jarðhæðinni.

Í fyrstu mun Tobba sýna eigin verk í rýminu en hún hefur einnig fundið fyrir miklum áhuga frá öðrum listamönnum um að fá að sýna í galleríinu. „Núna eftir opnunina ætla ég líka að byrja að aftur að vera með námskeið í gegnum Símennt og verð þá líklega með þau í galleríinu,“ segir Tobba en hún hefur kennt á slíkum námskeiðum um allt land undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 3 dögum

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki
Menning
Fyrir 3 dögum

Óttinn – Stundum vill fyrsta ástin ekki sleppa tökunum

Óttinn – Stundum vill fyrsta ástin ekki sleppa tökunum
Menning
Fyrir 5 dögum

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!
Menning
Fyrir 5 dögum

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út
Menning
Fyrir 6 dögum

NETFLIX – Olivia Colman er ný Englandsdrottning

NETFLIX – Olivia Colman er ný Englandsdrottning
Menning
Fyrir 6 dögum

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð
Menning
Fyrir 1 viku

Rokkhátíðin Eistnaflug býður upp á fleira en rokk – Sjósund, jóga, fyrirlestrar, hlaup

Rokkhátíðin Eistnaflug býður upp á fleira en rokk – Sjósund, jóga, fyrirlestrar, hlaup
Menning
Fyrir 1 viku

Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“

Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“